Nýtt starfsfólk, ný heimasíða, nýjar lausnir

Íslenski söfnuðurinn í Noregi situr ekki auðum höndum þótt heimsfaraldurinn sníði viðburðum og samkomum þröngan stakk þessa dagana. Íslenska söfnuðinum barst liðsauki nú í haust en þá voru menningarfulltrúi og æskulýðsfulltrúi ráðnir í hlutastöður. Starf safnaðarins hefur vaxið síðasta árið og ljóst að það þyrfti fleiri hendur til að vinna...

Continue reading

Lazertag í Osló 9.október

Skemmtilegur viðburður fyrir unglinga  frá 13 ára aldri. Föstudaginn 9. október verður ungmennahittingur í Ósló. Mæting kl.17.30 í Ólafíustofa þar sem verður borðað fyrst og svo farið í Lazertag kl.19. Viðburðurinn er ókeypis 🙂 Umsjón með hittingnum hafa Vera og Natalía. Endilega skráið ykkur á viðburðinn á facebook

Continue reading

Lazertag í Sandefjord

Skemmtilegur viðburður í haustfríinu fyrir krakka á grunnskólaaldri og unglinga 13 til 18 ára. Föstudaginn 9. oktober verður krakkaklúbbur og ungmennakvöld frá kl.17 til 21 og það væri gaman að sjá þig! Það er mæting fyrir báða aldurshópa klukkan 17 í Metro þar sem varður farið í LazerTag saman og...

Continue reading

Minnum á Gæðastundir fimmtudaginn 8.okt

Það verður Gæðastund í Ólafíustofu n.k. fimmtudag, 8.október frá kl. 12. Verið velkomin í kaffi, léttar veitingar og notalegt spjall. Vegna fjöldatakmarkana og smitvarna óskum við eftir því að fólk skrái sig með því að senda SMS á 95867739 eða senda tölvupóst á berglind@kirkjan.no. Nýji menningarfulltrúinn okkar Pálína Ósk Hraundal...

Continue reading

Viðburðum í Ósló aflýst næstu tvær vikurnar

Við höfum tekið þá ákvörðun, í ljósi ástandsins sem skapast hefur í Ósló síðustu dagana, að aflýsa öllum viðburðum á vegum safnaðarins í Ósló næstu tvær vikurnar. Þetta á við alla viðburði sem auglýstir hafa verið frá og með í dag og til 2.október. Þeir viðburðir sem um ræðir eru:...

Continue reading

Tromsø helgin 18. til 20. september

Dásamleg helgi að baki í Tromsø! Við þökkum fyrir hlýjar móttökur, skemmtilega fundi, nærandi samtöl og stórskemmtilegan útilífsdag! Stjórn Íslendingafélagsins Hrafnaflóka fær sérstakar þakkir fyrir alla hjálpina og við hlökkum til samstarfsins sem er framundan!

Continue reading