Íslenski söfnuðurinn hefur haldið ýmiss konar námskeið og fyrirlestra fyrir fullorðna á undanförnum árum og hefur hug á því að halda því áfram ef áhugi og þátttaka er fyrir hendi.           

Eftirfarandi námskeið hafa verið haldin hjá söfnuðinum:

Konur eru konum bestar (norskt námskeið sem var þýtt yfir á íslensku)

Hefur verið í umsjón Margrétar Ólafar Magnúsdóttur djákna og hún hefur áhuga á að halda fleiri námskeið ef þátttaka fæst.

Hjóna- og paranámskeið 

Þessi námskeið eru ekki endilega fyrir fólk í erfiðleikum. Hér er fjallað um leiðir til að eiga uppbyggileg samskipti og hvernig byggja megi betra samband.

Sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir konur

Hafa áður verið haldin reglulega vítt og breitt um landið. Námskeiðin hafa t.d. verið haldin í Ósló, Sandefjord, Bergen, Stavanger og Tromsø. Eins hafa komið beiðnir frá saumaklúbbum og öðrum samfélagshópum um að halda námskeið.

Sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir karla 

Hefur verið haldið einu sinni.

Lífssýn og trú

Námskeið sem hefur verið kennt yfir sjö vikna tímabil í Ólafíustofu. Ýmsir fyrirlesarar komu að því námskeiði.

12 sporin – Andlegt ferðalag 

Samfylgd einstaklinga sem mynda sjálfstæðan hóp. Hópurinn skuldbindur sig til að hittast í 3, 6 eða 12 sinnum í mánuði og vinna þann tíma með andlega líðan sína. Hóparnir eru sjálfstæðir og enginn einn leiðir eða stýrir.  

Einnig eru upp hugmyndir um önnur námskeið sem hægt væri að halda t.d.

streitunámskeið, hvernig tæklum við streituna?  Markmiðasetning og Biblíunámskeið.

Ef einhver lumar á góðri hugmynd að námskeiði eða fyrirlestri sem söfnuðurinn gæti staðið fyrir þá viljum við gjarnan fá að heyra. Eins ef einhvern langar að halda fyrirlestur eða vera með námskeið þá viljum við gjarnan að þið hafið samband við okkur. Þetta gildir að sjálfsögðu fyrir allt landið.

Þeim sem vilja taka þátt í ofangreindum námskeiðum er bent á að fylgjast með hér á heimasíðunni eða á Facebook-síðu safnaðins.

Fyrirspurnir og óskir um námskeiðshald fyrir fullorðna má senda á kirkjan@kirkjan.no