Lög og starfsreglur Íslensku kirkjunnar í Noregi  

1.gr. Nafn og aðsetur 

Íslenska kirkjan í Noregi er kristið samfélag þeirra sem skráðir eru í Þjóðkirkju Íslands eða í söfnuðinum. Hann er skráður hjá norskum yfirvöldum sem „Den Islandske Evangelisk-Lutherske Menighet i Norge“. 

Íslenska kirkjan í Noregi er einn af söfnuðum íslensku Þjóðkirkjunnar. Lög og reglur um íslensku Þjóðkirkjuna og norsk lög um trúfélög gilda um söfnuðinn, presta hans og starfsmenn nema annað sé tekið fram í reglum þessum. 

Lögheimili safnaðarins er í Ósló. Þar skulu aðalfundir safnaðarins haldnir, sóknarprestur safnaðarins hafa búsetu og skrifstofa safnaðarins vera. 

2.gr. Aðalfundur 

Aðalfundur fer með ákvörðunarvald safnaðarins í málum þeim sem undir fundinn heyra samkvæmt lögum eða lögmætum ákvörðunum. 

Aðalfundur er vettvangur starfsskila og reiknisskila af hendi stjórnar safnaðarins og einstakra nefnda á vegum safnaðarins. Þar skulu rædd málefni safnaðarins, þar á meðal þau mál sem lögmælt er að undir fundinn séu borin. 

Aðalfund skal að jafnaði halda fyrir maí lok. Til hans skal boðað með fjögurra vikna fyrivara. Aðra safnaðarfundi skal halda ef meirihluti stjórnar safnaðarins óskar þess, eða 150 safnaðarmanna sem atkvæðisrétt hafa á safnaðarfundum. 

Dagskrá aðalfundar: 

  1. Formaður kannar hvort til fundar sé löglega boðað 
  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 
  1. Skýrsla formanns 
  1. Skýrsla stjórnar 
  1. Skýrsla sóknarprests 
  1. Fjárhagsáætlun og ársreikningar lagðir fram 
  1. Kosning í safnaðarstjórn og varastjórn 
  1. Tillögur 
  1. Kosning í kjörnefnd og aðrar nefndir 
  1. Önnur mál 

Tillögur til aðalfundar skulu berast safnaðarstjórn fyrir 1. mars ár hvert. 

Safnaðarmenn njóta kosningarréttar og kjörgengis á safnaðarfundum þegar þeir eru fullra sextán ára. 

3.gr. Safnaðarstjórn 

Stjórn safnaðarins er ásamt sóknarpresti í fyrirsvari fyrir söfnuðinn gagnvart stjórnvöldum, stofnunum og einstaklingum. Hún hefur umsjón með eignum safnaðarins og fjárhag. 

Stjórn safnaðarins annast rekstur og framkvæmdir á vegum safnaðarins og styður kirkjulegt starf í söfnuðinum ásamt prestum og starfsmönnum safnaðarins. 

Stjórnarmenn skulu kosnir til fjögurra ára í senn og skulu þeir koma úr röðum safnaðarmeðlima. Stjórn skiptir með sér verkum á fyrsta fundi eftir aðalfund. Formaður skal boða til funda. 

Stjórnarmenn eru fimm Til vara skulu vera þrír einstaklingar og taka þeir sæti í forföllum stjórnarmanna eftir þeirri röð sem þeir voru kosnir í. 

Heimilt er safnaðarstjórn að kveða varamenn sér til liðsinnis þegar hún telur ástæðu til. 

Safnaðarstjórn tekur mið af starfsreglum Íslensku Þjóðkirkjunnar.. Safnaðarstjórn starfar einnig eftir siðareglum sem hún setur sér. 

4.gr. Kjörnefnd 

Aðalfundur kýs þriggja manna kjörnefnd. Kjörnefnd stingur upp á fólki til setu í safnaðarstjórn. Kjörnefnd er kosin til fjögurra ára. 

5.gr. Sóknarprestur 

Sóknarprestur Íslenska safnaðarins í Noregi er hirðir og leiðtogi safnaðarins og starfar við hlið stjórn safnaðarins. Hann/hún gegnir prests- og predikunarembætti samkvæmt vígslubréfi sem og skipunarbréfi sem Biskups Íslands setur honum/henni. 

Heimilt er biskupi að skipa prest til starfa við hlið sóknarprests í samráði við sóknarnefnd/safnaðarstjórn, ef aðstæður gefa tilefni til. 

Prestar safnaðarins eru þjónandi prestar íslensku Þjóðkirkjunnar og skulu lúta tilsjón íslenskra kirkjulegra stjórnvalda í kirkjulegum efnum. 

Þegar sóknarprestsemætti losnar leitar safnaðarstjórn eftir því við Biskup Íslands að hann auglýsi embættið með minnst fjögurra vikna umsóknarfresti hið skemmsta. Biskup Íslands staðfestir ráðningu sóknarprests og erindisbréf það sem Biskup setur honum í samráði við safnaðarstjórn. 

6.gr. Breytingar á starfsreglum (Breytingar á samþykktum) 

Breyting á samþykktum þessum öðlast fyrst gildi þegar tveir aðalsafnaðarfundir í röð hafa samþykkt óbreytta tillögu. Breytingartillögur skulu liggja frammi og vera aðgengilegar safnaðarmeðlimum eigi síðar en fjórum vikum fyrir aðalsafnaðarfund. 

Ef söfnuðurinn leggst niður ganga eigur hans til Íslensku Þjóðkirkjunnar. 

Samþykktir þessar sem samþykktar eru á aðalsafnaðarfundi Íslenska safnaðarins í Noregi þann 4.október 2009 taka gildi nú þegar. 

(Breytingar voru samþykktar á aðalfundi 26.apríl 2015 og voru staðfestar á aðalfundi 2016.) 

(Breytingar voru samþykktar á aðalfundi 24.apríl 2016 og skulu staðfestar á aðalfundi 2017) 

(Breytingar samþykktar á aðalfundi 2021 og framhaldsaðalfundi 2022)