Stjórn Íslenska safnaðarins í Noregi setur sér stefnu ár hvert með það að leiðarljósi að gæta hagsmuna safnaðarins í hvívetna í samræmi við stefnu, lög og reglur safnaðarins.

Helstu áherslur eru

  • Áframhaldandi uppbygging safnaðarins
  • Að styrkja fjárhagslegan grundvöll fyrir framtíðina
  • Að leita nýrra leiða til að koma til móts við fólkið
  • Að viðhalda því starfi sem fyrir er og byggja upp á fleiri stöðum í Noregi

Fjármál, húsnæði og aðstaða:

Stjórn gerir árlega fjárhagsáætlun þar sem tekið er mið af stefnumótun safnaðarins og stjórnar.

  • Stjórn leitast við að fjárhagur hans sé slíkur að til sé varasjóður.
  • Stjórn leitast við að skila jákvæðum rekstrarafgangi hvert ár
  • Söfnuðurinn veitir Ólafíusjóði árlegt fjárframlag
  • Söfnuðurinn er með skrifstofu og prestbústað í Ósló
  • Allt skipulagt starf safnaðarins skal vera aðgengilegt fötluðum.

Starfsmannamál:

Söfnuðurinn hafi á að skipa hæfu, áhugasömu og ábyrgu starfsfólki. Veiti starfsfólki sínu sem best skilyrði til að helga sig hinum fjölþættu verkefnum á vettvangi safnaðarins og möguleika til þess að vaxa og dafna í starfi meðal annars með sí- og endurmenntun.

Söfnuðurinn bjóði samkeppnishæf laun.

Sjálfboðaliðum skal veitt viðurkenning og umbun og möguleiki á námskeiðum og þjálfun.

Söfnuðurinn hefur í öndvegi fjölskylduvæna starfsmannastefnu.

Upplýsingamál:

Söfnuðurinn svarar kröfum nútímans þegar kemur að upplýsingamiðlun og skal halda úti:

  • Rafrænu fréttabréfi sem gefið er út 6 sinnum á ári
  • Vandaðri og lifandi heimasíðu
  • Uppfærðum samfélagsmiðlum, s.s. Facebook og Instagram

Söfnuðurinn hafi samstarf við Íslendingafélögin/íslensku kórana í Noregi bæði í tengslum við upplýsingamiðlun.

Söfnuðurinn leitast við að nýta örugga nútíma upplýsingatækni s.s. Office 365 og Azure frá Microsoft inn á við og útávið.

Meðlimatal:

Söfnuðurinn heldur úti eigin meðlimatali sem skal innihalda alla skráða einstaklinga safnaðarins á hverjum tíma, meðlimatal skal uppfæra minnst fjórum sinnum á ári.

Nýaðfluttir Íslendingar sem skráðir eru í þjóðkirkjuna skulu fá sendar til sín upplýsingar um söfnuðinn, starfsemi hans og um skráningu í söfnuðinn sem og almennar upplýsingar um að vera Íslendingur í Noregi.

Meðlimatal skal einungis vera aðgengilegt ábyrgðaraðilum þess og skal fyllsta öryggis vera gætt við vinnslu og meðferð gagna. Gæta skal þess að fylgja norskum og íslenskum persónuverndarlögum í hvívetna. Meðlimatal skal ávallt geymt í tvírit þar sem eitt er afrit.

Samstarf:

Stjórn skal leitast við á hverjum tíma að hafa gott samstarf við alla utanaðkomandi aðila og gæta trúnaðar og heiðarleika í öllu sínu samstarfi í einu og öllu.

Lögð er rækt við samvinnu og samstarf í samræmi við stefnu safnaðarins.