Gengið í kringum Maridalsvatnið

Eftir langþráða bið hittist hraustur hópur í gærkvöldi í núvitundargöngu hringinn í kringum Maridalsvatnið. Sólin hlýjaði mannskapnum allan tímann og stoppað var með reglulegu millibili fyrir núvitundaræfingar sem leiddar voru af Sr. Ingu. Virkilega notaleg stund í náttúrunni. Við leyfum myndunum frá Maridalen að tala sínu máli

Continue reading

Velkomin í morgunkaffi á Zoom

Við bjóðum ykkur velkomin í morgunkaffi á morgun föstudag kl. 10 á Zoom Við ætlum að opna morgunkaffið á föstudagsmorgnum í hverri viku, létt spjall um daginn og veginn… og ekki gleyma veðrinu. Tilvalið fyrir þig sem ert heimavinnandi, í orlofi, í vaktafríi, heima með veikt barn, í veikindaleyfi, heima...

Continue reading

Umhyggja á okkar tímum

Nú reynir enn og aftur á okkur sem einstaklinga og sem samfélag. Smitin aukast víða í samfélaginu og besta leiðin til að sýna umhyggju okkar og náungakærleika er með því að sýna ábyrga hegðun, vera heima ef við finnum fyrir votti af kvefi eða hálsbólgu, þvo og spritta hendur á...

Continue reading