Senda reikning til safnaðarins?

Alla reikninga sem senda á Íslenska söfnuðinum þarf að senda sem EHF reikning. Við tökum ekki lengur á móti reikningum á pappír.

Hvað er EHF reikningur? (EHF faktura)

EHF (Elektronisk Handelsformat) er norsk aðlögun að samevrópsku reikningaformi. Þettar er form sem ríki, sveitafélög og fyrirtæki í einkarekstri nota til að taka við reikningum.

EHF reikningur er rafrænn reikningur sem er sendur beint á milli kerfa sendanda og viðtakanda. Kerfið les reikninginn sjálfkrafa og þannig kemst reikningurinn fljótt í réttar hendur.

Til að senda EHF reikning verður að nota reikningskerfi sem styður EHF. Að öðru leiti þarf enga sérstaka samninga, hvorki við bankann né aðra aðila.

Ef kerfið ykkar bíður ekki upp á EHF reikning þá verður að passa að reikningurinn komi sem PDF skjal þegar hann er sendur á faktura@kirkjan.no

Hér undir er að finna hvaða upplýsingar sem þurfa að vera til staðar ef þú ætlar að senda okkur reikning.

Fyrirtæki:

https://www.altinn.no/starte-og-drive/regnskap-og-revisjon/regnskap/faktura-salgsdokumentasjon/

 • Dagsetning sölu
 • Nafn og fyrirtækjanúmer seljanda
 • Bókstafina MVA á eftir fyrirtækjanúmerinu (organisasjonsnummer) ef það er skráð í virðisaukaskattskrána (Merverdiavgiftsregisteret)
 • Nafn kaupanda og heimilisfang eða fyrirtækjanúmer ( Den Islandske Menigheten i Norge, Pilestredet Park 20, 0176 Oslo, org nr. 979706596 )
 • Skýr lýsing á vörunni eða þjónustunni
 • Tímasetning og staður þar sem varan var afhent eða þjónustan innt af hendi
 • Verð með MVA í norskum krónum
 • Heildarverð
 • Greiðslufrestur

Einstaklingar:

 • Dagsetning sölunnar
 • Nafn og heimilisfang seljanda
 • Nafn kaupanda og heimilisfang eða fyrirtækjanúmer ( Den Islandske Menigheten i Norge, Pilestredet Park 20, 0176 Oslo, org nr. 979706596 )
 • Skýr lýsing á vörunni eða þjónustunni
 • Tímasetning og staður þar sem varan var afhent eða þjónustan innt af hendi
 • Verð í norskum krónum
 • Heildarverð
 • Greiðslufrestur
 • IBAN nr.

Ef einhverjar spurningar vakna, er velkomið að hafa samband við okkur í tölvupósti á kirkjan@kirkjan.no