Senda reikning til Íslensku kirkjunnar í Noregi?

Íslenska kirkjan í Noregi tekur einungis á móti reikningum á rafrænu formi í samræmi við umhverfisstefnu sína.

Af hverju rafrænir reikningar?

 • Það er ódýrara að senda rafrænan reikning en pappírsreikning
 • Það er einfaldara fyrir flesta að senda rafrænan reikning en að senda pappírsreikning
 • Reikningur skilar sér fyrr og misferst ekki
 • Síðast en ekki síst hefur það jákvæð áhrif á umhverfið

Hægt er að senda okkur EHF reikning eða PDF reikning í tölvupósti á faktura@kirkjan.no. Athugið að PDF skjalið verður að fylgja með tölvupóstinum sem viðhengi og ekki sem hlekkur á skjalið svo kerfið okkar samþykki skjalið.

Reikningsupplýsingar:


Islandske kirken i Norge
Pilestredet Park 20

0176 Osló
Org nr: 979 706 596

Hvað er EHF reikningur?

EHF (Electronic Trading Format) er norsk aðlögun að sameiginlegu evrópsku reikningasniði Peppol. Það er notað af ríkis-, bæja- og einkafyrirtækjum til að taka á móti reikningum.

EHF reikningur er rafrænn reikningur sem er sendur beint frá sendanda til fjármálakerfis viðtakanda. Vegna þess að það er móttekið og lesið sjálfkrafa geturðu verið viss um að það muni fljótt ná réttum viðtakanda.

Til að senda EHF reikninga þarf að nota reikningakerfi sem styður það. Að öðru leyti krefst það engra sérstaka samninga, hvorki við bankann né aðra.

Ef kerfið býður ekki upp á EHF reikning verður að tryggja að reikningurinn sé sendur til okkar sem PDF reikningur á faktura@kirkjan.no.

Hér að neðan finnur þú hvaða upplýsingar þurfa að vera til staðar þegar reikningur er sendur.

Fyrirtæki:

https://www.altinn.no/starte-og-drive/regnskap-og-revisjon/regnskap/faktura-salgsdokumentasjon/

 • Nafn seljanda og fyrirtækisnúmer
 • Stafirnir MVA á eftir fyrirtækisnúmerinu ef þú ert skráður í Norska virðisaukaskattsskrá
 • Nafn og heimilisfang kaupanda eller fyrirtækjanúmer
 • Skýr lýsing á vörunni eða þjónustunni
 • Tími og staður afhendingar vörunnar eða þjónustunnar
 • Verð hvers liðs (línu reiknings)
 • Heildarverð í norskum krónum eða erlendum gjaldeyri og þá skal það koma skýrt fram (td. ISK 100.000)
 • Greiðslufrestur
 • Greiðslumáti

Einkaaðilar:

 • Númer reiknings
 • Dagsetning sölu
 • Nafn seljanda, heimilisfang og persónunúmer
 • Nafn og heimilisfang kaupanda eða fyrirtækjanúmer ( Íslenska kirkjan í Noregi Pilestredet Park 20 0176 Oslo org.nr. 979706596 )
 • Skýr lýsing á vörunni eða þjónustunni
 • Tími og staður afhendingar vörunnar eða þjónustunnar
 • Verð hvers liðs (línu reiknings)
 • Heildarverð í norskum krónum eða erlendum gjaldeyri og þá skal gjaldmiðill koma skýrt fram (td. ISK 100.000)
 • Greiðslufrestur
 • Greiðslumáti

Ef einhverjar spurningar vakna er velkomið að hafa samband við kirkjan@kirkjan.no