Við höfum tekið þá ákvörðun, í ljósi ástandsins sem skapast hefur í Ósló síðustu dagana, að aflýsa öllum viðburðum á vegum safnaðarins í Ósló næstu tvær vikurnar. Þetta á við alla viðburði sem auglýstir hafa verið frá og með í dag og til 2.október.
Þeir viðburðir sem um ræðir eru:
–Útieldunarnámskeið sem vera átti föstudaginn 25.september verður frestað um óákveðinn tíma.
–Sunnudagaskóli og Krakkafjör sunnudaginn 27.september fellur niður. Næsta dagsetning er þá 11.október.
–Krílakaffi sem var á dagskrá 1.október fellur niður, næsta dagsetning er 15.október.
Við munum fylgjast grannt með stöðu mála og meta stöðuna reglulega næstu dagana. Að tveimur vikum loknum munum við endurmeta stöðuna og birta hér á heimasíðunni og á facbook síðu safnaðarins. Við biðjum ykkur að endilega fylgjast vel með og vonandi sjáumst við sem allra fyrst.
Ólafíustofa verður með takmarkaðan opnunartíma og við biðjum þá sem vilja sækja okkur heim á skrifstofu safnaðarins að vinsamlegast hringja á undan sér.
Við viljum einnig benda á svo það sé á hreinu að viðburðir utan Ósló eru ennþá á dagskrá