Verið hjartanlega velkomin í Ólafíustofu

Í Ólafíustofu er að finna skrifstofu Íslenska safnaðarins og skrifstofu sóknarprests. Í Ólafíustofu er einnig  lítil kapella og fundaraðstaða með aðgangi að litlu eldhúsi. Komið hefur verið upp litlu bókasafni með íslenskum bókum fyrir börn og fullorðna. Hér er hægt að fá lánaðar bækur eða koma með bækur og skipta þeim út fyrir aðrar.  Í bókahorninu eru hægindastólar og hugguleg aðstaða til að setjast niður og lesa eða spjalla saman.

Ólafíustofa er yfirleitt opin þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 10.00-14.00

Hér er alltaf heitt á könnunni og notaleg stemming. Verið öll hjartanlega velkomin.

Sími: 22 36 01 40. Afgreiðslutími síma er alla daga kl. 10.00-14.00.

Skrifstofustjóri: Berglind Gunnarsdóttir

Sóknarprestur: sr. Inga Harðardóttir


Vefsíða: www.kirkjan.no

Netfang: kirkjan@kirkjan.no
Pilestredet Park 20
1. hæð, 0176 Oslo ( beint á móti Coop Extra)