Sjálfboðavinna er ólaunað starf sem einstaklingur tekur að sér, sem almenningur nýtur góðs af.

Að vera sjálfboðaliði getur verið bæði gefandi og erfitt en flestum finnst starfið áhugavert og það  getur verið mjög lærdómsríkt og þroskandi.  Þeir sem eru virkir í sjálfboðaliðastarfi auka við þekkingu sína og reynslu og það getur nýst vel í öðrum störfum eða námi og verið góð viðbót við ferilskrána.

Fjöldi sjálfboðaliða starfar hjá söfnuðinum við ýmis verkefni og ótal leiðir eru í boði. Það fer bæði eftir því hvar þörfin liggur, en eins tíma, þekkingu og reynslu hvers sjálfboðaliða.

Sem dæmi um störf innan safnaðarins má nefna aðstoð við hópastarf barna og unglinga, vinaheimsóknir og aðstoð við helgihald.

Sjálfboðaliðar fá eftir því sem þarf viðeigandi þjálfun, mismikla eða ítarlega eftir því hvaða verkefni verða fyrir valinu.

Sjálfboðaliðar glæða starf safnaðarins lífi og er sjálfboðaliðastarfið góður vettvangur til að þjónusta Guð og náungann.

Hafðu samband við sr. Ingu Harðardóttur (inga@kirkjan.no) ef þú vilt vita meira um hvernig þú getur tekið þátt sem sjálfboðaliði eða við Berglindi Gunnarsdóttur (berglind@kirkjan.no) ef þú hefur áhuga á að gerast sjálfboðaliði hjá Íslenska söfnuðinum í Noregi.