Prestur og starfsfólk Íslenska safnaðarins í Noregi er til þjónustu reiðubúið fyrir meðlimi safnaðarins hvar sem er í Noregi og leitast við að veita Íslendingum í Noregi þá aðstoð sem þeim er möguleg.
Til prestsþjónustu telst skírn, ferming, hjónavígsla, minningarathöfn og útför, auk sálgæslu.
Óskir um samtöl má senda á sóknarprest safnaðarins, inga@kirkjan.no. Að venju fara samtölin fram á skrifstofu safnaðarins í Osló eða í gegnum síma eða skjá.
Þjónusta prests safnaðarins er safnaðarmeðlimum að kostnaðarlausu og auk þess stendur aðstoð í kringum dauðsföll, áfallahjálp og sálgæsla öllum Íslendingum til boða, sama hver trúfélagaskráningin er.
Þér er velkomið að hafa samband.
Prestar sem og aðrir starfsmenn safnaðarins eru bundnir þagnarskyldu að því marki sem lög leyfa.