Húsnæði Íslenska safnaðarins í Ólafíustofu hentar fyrir margvíslega starfsemi aðra en safnaðarins. Þar eru t.d. haldnar kóræfingar og æfingar fyrir tónleika og aðra viðburði. Einnig hentar Ólafíustofa vel fyrir stjórnafundi og fundi frjálsra félagasamtaka, námskeið og fyrirlestra af ýmsum toga. Þá er húsnæðið huggulegt fyrir litlar veislur eins og t.d. skírnarveislur, fermingar-  eða afmælisveislur.

Í húsinu er fínt lítið eldhús með eldavél, örbylgjuofni og ísskáp til afnota fyrir leigjendur. Einnig er þar tvöföld kaffivél, nokkrar kaffikönnur og borðbúnaður fyrir allt að 30 manns.

Tvö baðherbergi eru í salnum og annað þeirra með skiptiborði og aðgengi fyrir hjólastól. Inngangurinn og húsnæðið sjálft býður einnig upp á gott aðgengi fyrir hjólastól og það er mjög barnvænt.

Skjávarpi og tilheyrandi tjald ásamt hljóðkerfi er til afnota fyrir leigjendur sem og hljómfagurt og reglulega stillt píanó.

Vel er mögulegt að stóla upp með borðum fyrir ca. 30 manns, en eins eru til fleiri stólar. Þá er einnig til staðar lítill lestrarkrókur með íslenskum bókum fyrir bæði börn og fullorðna.

Verið hjartanlega velkomin í heimsókn ef þið viljið fá að skoða aðstöðuna með leigu í huga.

Stærð á sal er ca. 80 fermetrar.

Leyfilegt er að taka með eigin mat og drykki.

Til að leigja Ólafíustofu er hægt að hafa samband um netfangið kirkjan@kirkjan.no.