Ólafíusjóður

Ólafíusjóður er hjálparsjóður fyrir nauðstadda Íslendinga í Noregi. Hann er nefndur í höfuðið á trúkonunni Ólafíu Jóhannsdóttur, sem var brautryðjandi í hjálparstarfi á sinni tíð og starfaði meðal þeirra sem minnst máttu sín í Ósló upp úr aldamótunum 1900. Ólafíusjóður var fyrst stofnaður á auka aðalfundi Íslenska safnaðarins í Noregi,...

Continue reading

Ólafía Jóhannsdóttir

Nú er hafin Ólafíuvika með spennandi og margvíslegum viðburðum sem vonandi höfða til sem flestra. Sem dæmi má nefna sunnudagaskóla og söngnámskeið fyrir börn sem fóru fram um liðna helgi og framundan eru handavinnukvöld, karlaganga og tónleikar með söngflokknum Laffí, þar sem þau flytja sálumessuna, Requiem eftir Fauré. Við ljúkum...

Continue reading

Miðvikudagsbænir vika 41

Daginn í dag Daginn í dag gerði Drottinn Guð, gerði Drottin Guð. Gleðjast ég vil, gleðjast ég vil og fagna þennan dag, og fagna þennan dag. Daginn í dag, gerði Drottinn Guð, gleðjast ég vil og fagna þennan dag. Daginn í dag, daginn í dag gerði Drottinn Guð. Sálmur 118.24

Continue reading

Listamenn framtíðarinnar

Á föstudaginn fengu ungmennin okkar að spreyta sig á akrýl málun undir dyggri handleiðslu Hildar Hermannsdóttur, sem er er grafískur hönnuður og listakona. Eitt af verkefnunum var að teikna sig sem hús og áttu ungmennin gott spjall um sjálfsmynd og tilfinningar. Þess á milli sáu þau sjálf um að elda...

Continue reading

Ungmennahittingur – myndlist og sköpun

Föstudaginn 8.október kl. 17.30 ætla ungmennin í Osló að hittast og finna sínar skapandi hliðar. Hildur Hermannsdóttir grafískur hönnuður ætlar að koma og bjóða upp á leiðsögn við að mála á striga.Þess má geta þess að Hildur er einmitt að opna sína eigin sýningu á næstunni. Það getur verið sniðugt...

Continue reading

Miðvikudagsbænir vika 40

Sálmur 712 Dag í senn, eitt andartak í einu, eilíf náð þín, faðir, gefur mér. Mun ég þurfa þá að kvíða neinu, þegar Guð minn fyrir öllu sér? Hann sem miðlar mér af gæsku sinni minna daga skammti´ af sæld og þraut, sér til þess, að færa leið ég finni...

Continue reading