Velkomin/n í fermingarfræðsluna!

Fermingarárið markar tímamót í lífinu og fermingin á sér stað á miklum breytingatíma í lífi ungrar manneskju. Fermingarfræðslan býður upp á samtal um gildin í lífinu, hvað það er að vera almennileg manneskja og hvað trú og lífsviðhorf hafa til málanna að leggja. Í fermingarfræðslunni er ekki lögð áhersla á utanbókarlærdóm heldur á það að unglingarnir fái tækifæri og stuðning til að hugsa sjálfstætt og leita svara við stóru spurningunum í lífinu, m.a. um Guð, lífið, eilífðina, æðruleysi og hvað við getum sjálf lagt af mörkum til eigin hamingju.

Auk þess kynnast fermingarbörnin Biblíunni, trú og bæn, starfi kirkjunnar og kærleiksboðskap Jesú Krists.

Fermingarfræðslan hjá Íslenska söfnuðinum fer fram á annan hátt en hjá öðrum kirkjum því fermingarbörnin eru dreifð um allan Noreg en öll fermingarbörnin taka virkan þátt engu að síður. Mikilvægt er að sem flest fermingarbörn mæti á fermingarnámskeiðin í byrjun október og byrjun maí en Íslenski söfnuðurinn greiðir allan ferðakostnað.

Uppbygging fermingarfræðslunnar 20/21

September: 1. sunnudagur í september         6. september 2020 Fermingarmessa í Osló – ný fermingarbörn boðin velkomin í messukaffinu   Mæting í messu í Osló eða í heimabyggð – Þema: Þakklæti
Október:  Fyrsta helgin í október2.-4. október 2020   Fermingarferðalag til Svíþjóðar með skemmtilegri dagskrá, leikjum, fræðslu og frjálsum tíma. Fermingarhelgin fer fram í Åh stiftsgård í Svíþjóð með íslenskum fermingarbörnum frá Danmörku og Svíþjóð.  
Nóvember:  Fyrsti laugardagur í nóvember7. nóvember 2020 Langur laugardagur. Heilsdagsprógramm fyrir fermingarbörn og foreldra saman. Fer fram í Osló en verkefni send til þeirra sem eiga þess ekki kost að komast til Osló.             Þema: sorg og sorgarúrvinnsla  
Desember:  Mæting í messu í Osló eða í heimabyggð, jólatónleika, aðventukvöld.   Þema: Hjálparstarf  
Janúar: Febrúar:  Mæting í messu í Osló eða í heimabyggð. Þema: Von  
Febrúar:  Mæting í messu í Osló eða í heimabyggð. Þema: Hugrekki  
Mars: Langur laugardagur um miðjan mánuðinn  13. mars 2020 Heilsdagsprógramm fyrir fermingarbörn og foreldra saman. Fer fram í Osló en verkefni send til þeirra sem eiga þess ekki kost að komast til Osló. Þema: Trú  
Apríl:  Mæting í messu í Osló eða í heimabyggð. Þema: Þroski  
Maí: fyrsta helgin í maí  Fermingarferðalag til Svíþjóðar með skemmtilegri dagskrá, leikjum, fræðslu og frjálsum tíma. Mæting í messu í Osló eða í heimabyggð.  
Júní: Hvítasunnuhelgin í Osló og síðasta helgin í júní í Reykjavík  Fermingar!

Fermingardagar

Fermt er í Osló á annan í hvítasunnu og í Reykjavík síðustu helgina í júní.

Ferðakostnaður

Söfnuðurinn stendur straum af öllum ferðakostnaði fermingarbarnanna (og foreldra sem koma með sem sjálfboðaliðar). Skrifstofustjóri Ólafíustofu getur aðstoðað við að skipuleggja ferðalagið.

Skráning í valmynd hér á síðunni eða smelltu hér