Prestur safnaðarins sinnir sálgæslu meðal Íslendinga í Noregi.

Sálgæsla er fyrir alla – en þau sem nýta sér sálgæslusamtal glíma oft við sorg og missi, erfiðar tilfinningar, stórar spurningar, flóknar ákvarðanir og hin ýmsu flækjustig lífsins.

Í sálgæslunni er hægt að tala um hjónabandið og áskoranir í samböndum, sjálfsmynd og heimsmynd, tilvistarkreppu, kvíða, meðvirkni, uppbyggingu, sjálfsöryggi eða hvaðeina sem hvílir á. Spurningar um trú og efa, fyrirgefningu, sekt og skömm, von, guðsmynd og gildi manneskjunnar eru líka málefni sem gott er að ræða á opinn og einlægan hátt.

Sálgæsla er faglegt tilboð presta og djákna um samfylgd og samtal, jafnt á erfiðum tímum í lífinu, eins og þegar gengið er í gegnum breytingar og áföll, eða einfaldlega þegar löngun til að tala um hvað sem er sækir að. Samtöl fara oftast fram á Ólafíustofu í Ósló eða í gegnum síma en einnig má óska eftir vitjun eða heimsókn prests á heimili eða stofnun, hittast á kaffihúsi eða í göngutúr ef það hentar betur.

Netfang: inga@kirkjan.no

Sími 405 52 800

Prestar sem og aðrir starfsmenn safnaðarins eru bundnir þagnarskyldu að því marki sem lög leyfa.

Sálgæsla Sorg Hjónabandsráðgjöf Samtal Viðtal