Jóladagatal 24.desember

Í glugga 24 þökkum við ykkur kærlega fyrir að fylgjast með dagatalinu og fylgja okkur í aðdraganda jólanna á hinum ýmsu viðburðum. Með jólakveðjum víðsvegar af landinu færum við ykkur hlýjar og einlægar óskir um gleði, frið og blessun Guðs á þessum óhefðbundnu jólum! Við þökkum ykkur fyrir góðar stundir,...

Continue reading

Jóladagatal 23.desember

Í glugga 23 er söngdívan Guðbjörg Magnúsdóttir sem syngur svo ljúft á jólatónleikum safnaðarins 27.desember. Guðbjörg hefur starfað sem söngkona á Íslandi allt frá árinu 1997 eftir að hún fluttist heim frá Þýskalandi. Guðbjörg hefur sungið í Borgaleikhúsinu og fjölmörgum sýningum á Broadway. Hún hefur m.a sungið inn á teiknimyndir,...

Continue reading

Jóladagatal 22.desember

Í glugga 22 er Jónína G. Aradóttir tónlistarkona sem syngur eins og engill á jólatónleikum safnaðarins.   Jónína er uppalin frá Hofi í Öræfasveit og sækir oft innblástur fyrir verk sín suður undir jökul en hún semur texta og tónlist sjálf. Jónína vann trúbadorkeppni á Rás 2 árið 2003 og...

Continue reading

Jóladagatal 21.desember

Í glugga 21 er Gróa Hreinsdóttir organisti, kórstjóri og rútubílstjóri. Gróa er ein af þríeykinu sem spilar á jólatónleikum safnaðarins sem fara í loftið 27.desember og spilar þar af sinni einstöku snilld á flygill Gróa Hreinsdóttir er menntaður pí­anó­kenn­ari frá Tónlistarskóla Reykjavíkur og hef­ur starfað við tónlist allt sitt líf....

Continue reading

Jóladagatal 20.desember

Í glugga 20 er uppskrift að hnoðaðri brúnni lagtertu, þessi er krydduð og kósý á jólunum. Það eiga líklega margir uppskrift að slíkri tertu og uppskriftirnar oft gengið á milli manna í gegnum tíðina. Þessi kemur einmitt úr vel notaðri uppskriftarbók og þó að hún hafi tekið breytingum eins og...

Continue reading

Jóladagatal 19.desember

Gluggi 19 og Pálína menningarfulltrúi safnaðarins deilir með okkur uppskrift að yndislegu jólaepli á báli. Hjarta Bálínu brennur fyrir útiveru fyrir alla og hún töfrar fram einfalda en spennandi rétti á báli sem allir geta gert. Í vinnunni stendur Pálína fyrir mörgum spennandi viðburðum og hún hefur einstakt lag á...

Continue reading