Stefna Íslenska safnaðarins er að bjóða upp á fjölbreytt helgihald víða um Noreg. Því er leitast við að bjóða bæði upp á klassískar messur með sunnudagaskóla en einnig á að fara af stað með nýbreytni í anda MessyChurch þar sem fólk á öllum aldri sameinast í skapandi verkefnum og máltíð að lokinni óhefðbundinni messugleði.

Í Ósló er messað einu sinni í mánuði, með hátíðarmessum á páskum og hvítasunnu, jólalestrum og söngvum á annan í jólum, og messum eða fjölskylduguðsþjónustum hina mánuðina. Í Kristiansand og Sandefjord eru fjölskyldustundir mánaðarlega frá september til maí. Helgihald á öðrum stöðum er í haldið í samráði við tengiliði á hverjum stað fyrir sig.

Fyrir jólin er farið með jólaguðsþjónustu um allt land, þ.á m.  til Stavanger, Bergen, Trondheim, Drammen, Kristiansand og Sandefjord. Eftir jólastundirnar eru jólaböll í samvinnu við Íslendingafélögin á hverjum stað fyrir sig. Einnig hefur verið farið með sögustundina Jólin hans Hallgríms sem byggir á samnefndri bók Steinunnar Jóhannesdóttur um jólin í gamla daga. Endilega hafið samband ef þið óskið eftir að fá jólaguðsþjónustu eða sögustund í nágrenni við ykkur á aðventunni. Einnig má hafa samband til að fá sent jólanammi en Íslenski söfnuðurinn hefur hjálpað jólasveinunum að dreifa nammi fyrir jólaböll fyrir íslenska krakka í Noregi.

Vinsamlegast fylgist með FB-síðu safnaðarins eða kíkið á viðburðadagatalið til að sjá næstu viðburði.