Íslenski söfnuðurinn hefur um árabil haldið úti barnastarfi víðs vegar á landinu. Þar geta barnafjölskyldur hist og átt góða stund. Oft er sungið, sögur sagðar og föndrað.
Við erum alltaf að leita að nýjungum í safnaðarstarfinu okkar og á þessu ári hefur dagskráin verið með öðru sniði. Haldnir hafa verið fjölskyldudagar og guðsþjónustur aðlagaðar barnafjölskyldum en þó er öllum velkomið að vera með. Stundum er sunnudagaskóli samhliða guðsþjónustum en Inga prestur vill oftar en ekki bjóða börnunum að taka þátt í guðsþjónustunni á skapandi hátt.
Söfnuðurinn hefur á síðasta starfsári farið um landið og haldið utan um fjölskyldudagskrá eða guðsþjónustur og óskar eftir að fólk á hverjum stað taki höndum saman og haldi áfram að bjóða upp á barna- og fjölskyldudagskrá reglulega eða nokkrum sinnum á ári.
Hægt er að hafa samband við Ingu Harðardóttur prest eða Rebekku Ingibjartsdóttur, æskulýðsfulltrúa, ef ósk er um að koma í gang starfi eða ef spurningar koma upp varðandi barnastarfið.