Prestur safnaðarins getur annast útför Íslendinga í Noregi og er innan handar þegar andlát ber að.

Við missi ástvinar er sorg í huga og hjarta. Mikilvægt er að aðstandendur standi saman og tali um þá atburði sem orðið hafa og leiti styrks hjá hver öðrum. Huga þarf að börnunum og passa að þau verði ekki út undan eða afskipt þegar atburðir og tilfinningar eru til umræðu.

Ef íslenskir aðstandendur vilja leita til prests sem talar þeirra móðurmál er þeim velkomið að leita til prests Íslenska safnaðarins í Noregi.

Á sama tíma og tekist er á við sorgina kalla ýmis úrlausnarefni á athygli í sambandi við jarðarför. Starfsfólk útfararstofanna er mjög hjálplegt við að aðstoða, en stundum getur tungumálið valdið erfiðleikum, á það sérstaklega við þegar aðstandendur koma frá Íslandi til að ganga frá málum og hafa ekki búið í Noregi.

Ef óskað er eftir því að minningarathöfn eða útför fari fram á íslensku, að hluta eða öllu leyti, er hægt að leita til prests safnaðarins.

Prestur og starfsmaður safnaðarins leitast við að veita Íslendingum í Noregi þá aðstoð sem þeim er mögulegt að veita.

Þjónusta prests safnaðarins við útför, áfallahjálp eða sálgæslu er Íslendingum að kostnaðarlausu.

Þér er velkomið að hafa samband. inga@kirkjan.no