Starfsfólk safnaðarins.
Hjá Íslenska söfnuðinum starfa fjórir í föstu starf, sóknarprestur, skrifstofustjóri og menningarfulltrúi í hundrað prósent starfi og æskulýðsfulltrúi í hlutastarfi.
Einnig starfa mörg í verkefnatengdri vinnu, svo sem við sunnudagaskóla, barna- og ungmennastarf og önnur tilfallandi verkefni.
Inga Harðardóttir
Inga kom til starfa sumarið 2019 og starfar sem sóknarprestur íslendinga í Noregi. Inga er einnig rekstrarstjóri og trúnaðarmaður stjórnar og starfsmanna.
Rebekka Ingibjartsdóttir
Sat í stjórn safnaðarins frá 2017-2019 og tók við starfi sem æskulýðsfulltrúi í júní 2020.
Stjórn safnaðarins 2024-2025.
Stjórn safnaðarins er ásamt sóknarpresti í fyrirsvari fyrir söfnuðinn gagnvart stjórnvöldum, stofnunum og einstaklingum. Hún hefur umsjón með eignum safnaðarins og fjárhag.
Stjórn safnaðarins styður kirkjulegt starf í söfnuðinum ásamt presti og starfsfólki safnaðarins.
Stjórnarmenn skulu kosnir til fjögurra ára í senn og skulu þeir koma úr röðum safnaðarmeðlima. Stjórn skiptir með sér verkum á fyrsta fundi eftir aðalfund. Formaður skal boða til funda.
Stjórnarmenn eru fimm Til vara skulu vera þrír einstaklingar og taka þeir sæti í forföllum stjórnarmanna eftir þeirri röð sem þeir voru kosnir í.
Heimilt er safnaðarstjórn að kveða varamenn sér til liðsinnis þegar hún telur ástæðu til.
Safnaðarstjórn tekur mið af starfsreglum Íslensku Þjóðkirkjunnar.. Safnaðarstjórn starfar einnig eftir siðareglum sem hún setur sér.
Núverandi stjórn safnaðarins.
Jenný Rut Sigurgeirsdóttir
Jenný er formaður sóknarnefndar og var kosin ný inn í stjórn vorið 2025.
Guðjón Andri Rabbevåg Reynisson
Guðjón, er varaformaður og var kosinn inn í stjórn á aðalfundi 2022.
Katla Sveinbjörnsdóttir
Katla var í varastjórn frá 2017, kom inn sem varaformaður 2019. Var kosin inn sem varaformaður 2020. Tók við sem gjaldkeri frá aðalfundi 2022. Katla endurnýjaði umboð sitt til stjórnarsetu...
Þórður Reynisson
Þórður var kosinn í stjórn vorið 2025. Hann hafði áður setið í varastjórn kirkjunnar.
Sigrún Helga Hartmann
Kosin ný inn í stjórn á aðalfundi 2024. Var varamaður frá aðalfundi 2023. Sigrún er gjaldkeri frá vorinu 2025.
Varastjórn 2024-2025
- Kolbrún Rut Ragnarsdóttir
- Jenný Rut Sigurgeirsdóttir
- Þórður Reynisson
Kjörnefnd 2024-2025
- Steinunn Þórðardóttir
- Margrét Gunnarsdóttir
- Sturla Jónsson