Sr. Inga Harðardóttir

Sóknarprestur Íslenska safnaðarins í Noregi er sr. Inga Harðardóttir. Hún tók til starfa 1. ágúst 2019 og var formlega sett í embætti þann 8. september 2019 í Bøler-kirkju í Ósló. Inga lauk guðfræðinámi frá Háskóla Íslands árið 2012. Áður en hún vígðist til starfa fyrir Íslenska söfnuðinn í Noregi starfaði Inga í Hallgrímskirkju í Reykjavík, Fríkirkjunni í Hafnarfirði og Kópavogskirkju.

Hjá Íslenska söfnuðinum í Noregi vonast Inga til að skapa andrúmsloft samstöðu, trúar og trausts, og að Íslenski söfnuðurinn verði vettvangur sem boði trú, von og kærleika í ólíkum verkefnum og viðburðum.

Inga er til viðtals kl. 10-14 á mánudögum til fimmtudags eða eftir samkomulagi.

Hægt er að óska eftir viðtali, spjalli, skírn, hjónavígslu, sálgæslu, fermingu eða útför, með því að senda póst á inga hjá kirkjan.no.

Prestar frá stofnun safnaðarins:

Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson

 – Sóknarprestur 1996-1999

Sr. Sigrún Óskarsdóttir

 – Sóknarprestur 1999-2001

Sr. Hannes Björnsson

 – Sóknarprestur 2001-2004

Sr. Helgi Hróbjartsson

 – Sóknarprestur 2004-2007

Sr. Arna Grétarsdóttir

 – Sóknarprestur 2007-2016

Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir

 – var vígð sem annar prestur við söfnuðinn árið 2015.

 – Prestur 2015-2017

Sr. Ragnheiður Karítas Pétursdóttir

 – Sóknarprestur 2016-2018

Sr. Lilja Kristín Þorsteinsdóttir

 – Prestur 2017-2018

Sr. Þórey Guðmundsdóttir

 – Afleysingaprestur 2019

Sr. Inga Harðardóttir

 – Sóknarprestur frá 2019