Hér áður fyrr var Íslenska kirkjan í Noregi eins og aðrir söfnuðir Þjóðkirkjunnar og þeir sem tilheyrðu henni færðust sjálfkrafa á milli sókna við flutning. Upplýsingar um skráningu voru fengnar frá Þjóðkirkjunni.

Árið 2016 var gerð breyting þar að lútandi að allir skráðir meðlimir þyrftu að staðfesta skráningu sína og unnið hefur verið jafnt og þétt að því.

Til að skrá sig í Íslensku kirkjuna í Noregi má smella á hlekkinn hér neðst á síðunni og fylla út formið sem kemur upp eða senda tölvupóst á skraning@kirkjan.no.

Til að skrá sig í söfnuðinn þarf maður að hafa norska kennitölu og vera búsettur í Noregi.

Börn undir 15 ára aldri skulu vera skráð af forráðamanni þar sem börn yfir 12 ára aldri skulu einnig gefa sitt samþykki fyrir skráningu.

Allir yfir 15 ára aldri geta sjálfir skráð sig í eða úr söfnuðinum án samþykkis frá forráðamanni.

Enginn er skráður án samþykkis og ef einhver er í vafa hvort hann/hún sé skráður er hægt að hafa samband við Brønnøysundsregistrene og fá upplýsingar um það.

Inn og útskráning í Þjóðkirkjuna á Íslandi verður að fara í gegnum Þjóðskrá Íslands

https://skra.is/umsoknir/rafraen-skil/tru-og-lifsskodunarfelag/

https://skra.is/umsoknir/rafraen-skil/tru-eda-lifsskodunarfelag-barna-15-ara-og-yngri/

Skráning í Íslensku kirkjuna í Noregi – smella hér!