Núvitundarstund við Sognsvann í gær

Það var sól og fallegt veður í gær þegar núvitundarstund kirkjunnar leið ljúft við Sognsvann. Bálið var á sínum stað og sr Inga sá um að leiða hópinn inn í ljúfa og kærleiksríka hugleiðslu. Að hugleiðslu lokinni tók hópurinn fram litríka penna og átti notalega stund í myndlist eða sálarlist....

Continue reading

Guðspjall Maríu tilnefnt til íslensku tónlistarverðlaunanna 2023

Við elskum að skrifa jákvæðar fréttir um Íslendinga í Noregi og íslenskt kirkju og menningarstarf í Noregi. Síðastliðið haust kom Listavinafélag Reykjavíkur ásamt Huga Guðmundssyni sem er eitt fremsta samtímatónskáld Íslendinga á Alþjóðlegu kirkjutónlistarhátíðina í Osló með óratóríuna Guðspjall Maríu. Flytjendur voru: Schola cantorum, Oslo Sinfonietta, Berit Norbakken sópransöngkona, Kåre...

Continue reading

Skemmtilegt viðtal við sr. Sigfús Kristjánsson

Skemmtilegt viðtal við sr Sigfús Kristjánsson sendiráðsprest í Danmörku. Sigfús verður með okkur í fermingarferðalaginu í Svíþjóð í maí þar sem íslensku fermingarbörnin í Danmörku, Svíþjóð og Noregi hittast í fermingarfræðslu. “Það mynd­ast oft­ast frá­bær stemn­ing á þess­um ferm­ing­ar­mót­um og við för­um heim glöð og þreytt. Síðasta haust voru rúm­lega...

Continue reading

Núvitund og notalegheit við bálið – Osló

Osló Hlökkum til þriðjudagsins með ykkur þegar við ætlum að setjast niður við bálið í kyrrð og ró. Njóta núvitundar í fallegri náttúru, spjalla saman og eiga saman gefandi samverustund. Spáin er dásamleg Sjáumst! Núvitund og notalegheit við bálið

Continue reading

Instagram

Við erum á Instagram líka með skemmtilegar fréttir nær daglega frá starfinu okkar Vertu velkomin á https://www.instagram.com/kirkjan.no

Continue reading

Ársfundur NKR – Norges kristne råd

Sr Inga Harðardóttir og Hjörleifur Valsson, varaformaður sóknarnefndarinnar, hafa síðustu tvo daga setið aðalfund Norges Kristne Råd fyrir hönd Íslensku kirkjunnar. Yfirskrift fundarins er; Að fylgja Jesú þar sem lífið gerist. Þau tóku þátt í opnunarguðsþjónustu aðalfundarins, þar sem Inga leiddi guðsþjónustuna og Hjörleifur gæddi stundina fegurð með fiðluleik. Þrátt...

Continue reading