Við elskum að skrifa jákvæðar fréttir um Íslendinga í Noregi og íslenskt kirkju og menningarstarf í Noregi.
Síðastliðið haust kom Listavinafélag Reykjavíkur ásamt Huga Guðmundssyni sem er eitt fremsta samtímatónskáld Íslendinga á Alþjóðlegu kirkjutónlistarhátíðina í Osló með óratóríuna Guðspjall Maríu.
Flytjendur voru: Schola cantorum, Oslo Sinfonietta, Berit Norbakken sópransöngkona, Kåre Nordstoga dómorganisti í Osló, stjórnandi Hörður Áskelsson.
Óratórían er nú tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna 2023 fyrir tónverk ársins og tónlistarviðburð ársins.
Tónlistarverðlaunin 2023, fara fram í Hörpu í kvöld og verða í beinni útsendingu á RÚV.
Hamingjuóskir öll sömul með þessar verðskulduðu tilnefningar!