Nýárstónleikar – Laffí og Ískórinn

Nýárstónleikar á laugardaginn í Ólafíustofu.Söngflokkurinn Laffí og Ískórinn bjóða upp á nýárstónleika í Ólafíustofu laugardaginn 14. janúar. Það verður notaleg stemning og góð blanda af kórverkum sem kórarnir hafa verið að syngja undanfarið. Sjáumst! Nánari upplýsingar í facebook viðburði kóranna. https://fb.me/e/3csnQgk6d

Continue reading

Þrándheimur og nágrenni

Kór Kjartans er með fyrstu kóræfingu ársins þriðjudaginn 10. janúar kl. 20:00 í Hornebergveien 5 í Þrándheimi. Mörg skemmtileg verkefni framundan hjá þessum flotta kór Við hvetjum ykkur til þess að prófa að mæta á æfingu og syngja með þeim. Frábær félagsskapur

Continue reading

Árið 2022

Elsku vinir Íslensku kirkjunnar í Noregi. Íslenska kirkjan í Noregi er lifandi samfélag Íslendinga um allan Noreg og var það sannarlega árið 2022. Kærleiksríkt og opið kirkjustarf sem býður m.a. upp á fjölbreytt helgihald og aðgengilegar athafnir, menningarviðburði og félagsstarf, fræðslu, barna- og æskulýðsstarf, fermingarfræðslu, sálgæslu og stuðning á erfiðum...

Continue reading

Jólaguðsþjónusta og jólaball í Osló

Dásamleg jólastemming í sænsku Margaretakirkjunni í dag í hátíðlegri jólastund. Ljúfur söngur og tónlist, frá að þessu sinni sameinuðum kór Laffí og Ískórsins, Kolbeins Jóns Ketilssonar við undirleik Gróu Hreinsdóttur, og hlý orð frá sr Ingu í kirkjunni. Á jólaballinu á eftir tóku allir vel undir í söng og dönsuðu...

Continue reading

Jólakveðja

Elsku vinir nær og fjær Við sendum okkar ljúfustu jólakveðjur með óskum um gleðilega hátíð og gæfu á komandi ári. Með þakklæti fyrir dásamlegar, hressandi gefandi og stundum ljúfsárar stundir á árinu sem er að líða Megi kærleikur og mildi umvefja okkur öll og vera okkur leiðarljós á nýju ári....

Continue reading

Gæðastundir 10. nóvember kl. 12 í Ólafíustofu – Osló

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin til að eiga með okkur ljúfa og notalega Gæðastund fimmtudaginn 10. nóvember kl. 12. Dásamlegt tækifæri til að eiga notalegt spjall á okkar íslenska ylhýra og njóta samveru í góðum hópi. Við hefjum yfirleitt stundina með stuttri hugleiðingu og eftir það borðum við saman léttan...

Continue reading