fbpx

Núvitundarstund við Sognsvann í gær

Það var sól og fallegt veður í gær þegar núvitundarstund kirkjunnar leið ljúft við Sognsvann.

Bálið var á sínum stað og sr Inga sá um að leiða hópinn inn í ljúfa og kærleiksríka hugleiðslu.

Að hugleiðslu lokinni tók hópurinn fram litríka penna og átti notalega stund í myndlist eða sálarlist.

Heitt kakó og kvikk lunsj setti svo punktinn yfir i-ið og var kærkomið eftir stundina ⭐️🙏⭐️

Takk fyrir þátttökuna ❤️