Takk Stavanger!!

Takk fyrir okkur um helgina Stavanger Stavanger tók hlýlega á móti okkur með sól og gefandi samfélagi. Það var vel mætt á bæði fjölskyldudaginn og ungmennhittinginn um kvöldið í Lazertag. Virkilega vel heppnaður dagur með ykkur öllum. Sjáumst aftur þann 20.nóvember í jólaföndri og ungmennahitting. Nánari upplýsingar um staðsetningu koma...

Continue reading

Bíókvöld í Ólafíustofu – ungmennahittingur

Það verður bíókvöld í Ólafíustofu næsta föstudag ( 23. sept) fyrir öll ungmenni 13 ára og eldri. Við ætlum að hafa Mission Impossible á skjávarpanum og poppa saman! Rebekka, Vera og Illugi sjá um að hækka í græjunum og passa að poppið brenni ekki Hlökkum til að sjá ykkur!!

Continue reading

Takk Bergen!

Hjartans þakkir fyrir góðar móttökur í gær á fjölskyldudeginum í Smøråsen, og ungmenna og handavinnuhittingnum í Skjold kirkju. Það var yndislegt að sjá öll þessi nýju andlit og kynnast ykkur öllum Við sjáumst næst á þjóðlagatónleikunum þann 9.nóvember í Skjold kirkju

Continue reading

Instagram

Við erum á Instagram með lifandi frásagnir af daglegu lífi í kirkjunni. Helgihald, menningarviðburðir, æskulýðsstarfið, gæðastundir, handavinnuhóparnir okkar og svo mætti lengi telja. Við sýnum ykkur frá Bergen og Stavanger um helgina í “story” Ert þú að fylgja okkur ?  https//instagram.kirkjan.no

Continue reading

Bergen og Stavanger – Útilífs og fjölskyldudagskrá

Við erum á leiðinni til ykkar með fràbæra útilífs og fjölskyldudagskrá um helgina Dagarnir eru þannig settir upp að allir geta komið og átt með okkur notalegt samfélag. Við erum með skemmtilegt nàttúruföndur, bálið verður logandi og pulsur fyrir svanga ævintýragarpa verða á staðnum. Ítarlegri upplýsingar finnið þið hér fyrir:...

Continue reading

Norðfólk – Þjóðlagatónleikar

Við gefum ykkur hér ljúft sýnishorn frá myndatöku dagsins fyrir samstarfsverkefnið okkar með Norðfólk. Rebekka Ingibjartsdóttir og Jón A. Einarsson mynda dúettinn Norðfólk sem flytur íslenska og norska þjóðlagatónlist. Þau eru þessa dagana að undirbúa tónleikaröð sem verður haldin á ólíkum áfangastöðum í nóvember Þetta verður sannkölluð þjóðlagaveisla! Tónleikarnir verða...

Continue reading