Skemmtilegt viðtal við sr Sigfús Kristjánsson sendiráðsprest í Danmörku.
Sigfús verður með okkur í fermingarferðalaginu í Svíþjóð í maí þar sem íslensku fermingarbörnin í Danmörku, Svíþjóð og Noregi hittast í fermingarfræðslu.
“Það myndast oftast frábær stemning á þessum fermingarmótum og við förum heim glöð og þreytt. Síðasta haust voru rúmlega 50 fermingarbörn á mótinu.“
Við erum sammála Sigfúsi með gleði fermingarhelgarinnar og hlökkum til að hitta hann og öll fermingarbörnin í maí