Sr Inga Harðardóttir og Hjörleifur Valsson, varaformaður sóknarnefndarinnar, hafa síðustu tvo daga setið aðalfund Norges Kristne Råd fyrir hönd Íslensku kirkjunnar. Yfirskrift fundarins er; Að fylgja Jesú þar sem lífið gerist.
Þau tóku þátt í opnunarguðsþjónustu aðalfundarins, þar sem Inga leiddi guðsþjónustuna og Hjörleifur gæddi stundina fegurð með fiðluleik.
Þrátt fyrir ólíka afstöðu til m.a. frelsunar og hjónabands samkynhneigðra, eru allir söfnuðurnir sammála um að vilja fylgja Jesú Kristi í kærleika. Samstaða þýðir ekki að vera sammála.
Norges Kristne Råd (NKR) heldur aðalfund annað hvert ár þar sem fulltrúar frá kirkjum og kristnum trúfélögum hittast, sinna almennum aðalfundarstörfum, kynnast hvert öðru, ræða ólíka sýn á sameiginleg málefni, og minna sig á hvað ólíkar kirkjur eiga sameiginlegt.