Pálína í viðtali við Morgunblaðið

Menningarfulltrúinn okkar hún Pálína var í skemmtilegu viðtali við Morgunblaðið um núvitundarstundina yfir báli sem var hjá okkur í síðustu viku, fjölda ólíkra viðburða og þá dýrmætu ábyrgð sem við höfum til þess að miðla kærleika og fallega tungumálinu okkar áfram En það eru sannkölluð forréttindi fyrir kirkjuna okkar að...

Continue reading

Til hamingju Róbert

Við sendum hamingjuóskir til Róberts í Sandefjord Frábært hjá honum Svo verðum við líka að lauma því inn að Róbert starfaði sem ungleiðtogi í kirkjustarfi í Sandefjord áður en hann flutti til Osló til að brillera í kokkalistinni. Fréttin á vísir.is

Continue reading

Takk fyrir páskabrallið

Páskabrallið var vel sótt í dag og mikið líf og gleði í Ólafíustofu, einmitt eins og við viljum hafa það. Fjöldinn allur af eggjum í öllum regnbogans litum, alls slags páskaungar, skreyttar greinar og perl var föndrað fram á meðan börnin fræddust um páskasöguna. Kirkjan var máluð úti og sápukúlur...

Continue reading

Páskabrallið fer að hefjast

Við sjáumst á eftir í páskabrallinu. Ólafíustofa opnar kl 13:00. Grautur fyrir svanga föndrara. Endilega mætið í fötum sem þola að fá á sig málningu og föndur Verið hjartanlega velkomin

Continue reading

Gestagangur í Ólafíustofu

Það var skemmtilegur gestagangur í Ólafíustofu í dag þegar gestir frá Stavanger litu við í kaffi til okkar. Formaður Íslendingafélagsins í Stavanger hún Helga Rut Torfadóttir kom við en Helga hefur ásamt góðum hópi fólks unnið markvisst að uppbyggingu í Stavanger með okkur sem hefur gengið eins og í sögu...

Continue reading