Páskabrallið var vel sótt í dag og mikið líf og gleði í Ólafíustofu, einmitt eins og við viljum hafa það.
Fjöldinn allur af eggjum í öllum regnbogans litum, alls slags páskaungar, skreyttar greinar og perl var föndrað fram á meðan börnin fræddust um páskasöguna.
Kirkjan var máluð úti og sápukúlur og krítarlistarverk skreyttu hverfið fyrir utan Ólafíustofu, vonandi nágrönnunum til mikillar páskagleði.
Söngstundin var á sínum stað og gott að standa upp frá föndrinu og hrista sig aðeins. Tikki tikki ta klikkar sjaldan.
Grauturinn rann líka ljúflega niður með alíslenskri lifrarpylsu.
Takk fyrir komuna og gleðina öll sömul