fbpx

Gestagangur í Ólafíustofu

Það var skemmtilegur gestagangur í Ólafíustofu í dag þegar gestir frá Stavanger litu við í kaffi til okkar.

Formaður Íslendingafélagsins í Stavanger hún Helga Rut Torfadóttir kom við en Helga hefur ásamt góðum hópi fólks unnið markvisst að uppbyggingu í Stavanger með okkur sem hefur gengið eins og í sögu ❤️

Fyrir tilviljun var annar góður gestur hann Lárus Ingi Lárusson frá Stavanger á sama tíma en Lárus Ingi smíðaði krossinn okkar í Ólafíustofu og kom við til að líta á verkið og sinna viðhaldi á þessu fallega handverki ✨

Virkilega gaman að fá svona góða gesti í kaffi og þökkum við ykkur kærlega fyrir komuna ❤️