Menningarfulltrúinn okkar hún Pálína var í skemmtilegu viðtali við Morgunblaðið um núvitundarstundina yfir báli sem var hjá okkur í síðustu viku, fjölda ólíkra viðburða og þá dýrmætu ábyrgð sem við höfum til þess að miðla kærleika og fallega tungumálinu okkar áfram
En það eru sannkölluð forréttindi fyrir kirkjuna okkar að fá að nýta styrkleika og bakgrunn starfsfólksins okkar á sama tíma sem starfsfólkið og teymið fær að nýta krafta sína sem best
Pálína kemur t.d. inn með áherslur á útivist og handavinnu og ekki minnst sinn einstaka hæfileika til að tengjast fólki og virkja það með sér. Enda eru viðburðir lítið án fólksins
Kirkjan leggur líka ríka áherslu á íslenska þjóðmenningu, og rækt við tungumálið okkar, og við reynum með besta móti að taka hlýlega à móti öllum þeim sem bæði koma við á Ólafíustofu og sækja viðburði á landinu öllu.
Það er dýrmæt ábyrgð að búa til vettvang og viðburði fyrir til dæmis æskuna sem er að læra fallega tungumálið okkar Við hættum aldrei að sýna metnað fyrir kærleika, þjóðmenningu og tungumáli.
Verið velkomin til okkar