Rafrænt kaffinámskeið

Okkur er boðið í létt spjall í eldhúsið til Gauja í Molde þar sem hann fjallar um og sýnir okkur nokkrar ólíkar uppáhellingar. Guðjón Andri Rabbevåg Reynisson er giftur tilvonandi tveggja barna faðir sem býr í Molde í Noregi. Hann situr í varastjórn íslenska safnaðarins og er fróðleiksbúnt um kaffi,...

Continue reading

Aðventuhátíð – send út á netinu

Aðventuhátíð verður rafræn að þessu sinni líkt og flestir viðburðir þessa dagana. Dagskráin verður vönduð að venju og við höfum fengið til liðs við okkur afbragðs listamenn sem ætla að spila og syngja hugljúfa jólatónlist. Við hvetjum ykkur til að koma ykkur vel fyrir, jafnvel með heitt kakó og piparkökur...

Continue reading

Handavinnukvöld á Zoom

Taktu fram prjónana, heklunálina eða annað handverk og vertu með okkur í notalegri stemningu í gegnum skjáinn hvar sem þú ert búsett/búsettur á landinu. Mánudagskvöldið 23.nóvember ætlar Guðrún Bjarnadóttir sem rekur Hespuhúsið á Selfossi að fræða okkur um starfsemina þar ásamt því að fara yfir litun á garni og litunarsöguna....

Continue reading

Sorgin og jólin

Jólin eru tími minninga og tengsla en aðventan og jólin geta verið erfiður tími fyrir þau sem syrgja og hafa misst. Sr. Lena Rós Matthíasdóttir, sóknarprestur Haug kirkju í Ringerike, fjallar um sorg í aðdraganda jólanna og leiðir samtal að fyrirlestrinum loknum. Í erindi Lenu Rósar fjallar hún almennt um...

Continue reading

Tilfinningateygjur og slökun á aðventunni

Hvernig leggst aðventan í þig? Verður jólaundirbúningurinn með öðru sniði þetta árið? Herdís Pálmadóttir, þerapisti og yogaleiðbeinandi, leiðir okkur í gegnum léttar yogateygjur og slökun þar sem áherslan er að vera til staðar í sjálfri/sjálfum þér. Við munum standa og teygja úr okkur og sitja á stólum og slaka á....

Continue reading

Ungmennahittingur á Zoom

Íslensk ungmenni í Noregi hittast á Zoom annan hvern föstudag! 20.nóvember verður boðið upp á æsispennandi Actionary leik í boði Gauja. Fylgdu linknum til að vera með! Vertu velkomin í fjörið Hlekkur á Zoom fundinn  Meeting ID: 878 8304 9978

Continue reading