fbpx

Rafrænt kaffinámskeið

Event details

  • Fimmtudagur | 3. desember 2020
  • 20:30

Okkur er boðið í létt spjall í eldhúsið til Gauja í Molde þar sem hann fjallar um og sýnir okkur nokkrar ólíkar uppáhellingar.

Guðjón Andri Rabbevåg Reynisson er giftur tilvonandi tveggja barna faðir sem býr í Molde í Noregi.
Hann situr í varastjórn íslenska safnaðarins og er fróðleiksbúnt um kaffi, brennslu, kaffikokteila og hefur mikla reynslu og þekkingu innan kaffimenningarinnar og því sem er að gerast í kaffiheiminum.
Margir kaffibændur vinna eftirtektarvert starf í heiminum og fáum við að heyra frá því nýjasta sem er að gerast.

Allir kaffiunnendur, kaffiþyrstir, kaffiháðir, áhugafólk og nýgræðingar, og þeir sem ekki drekka kaffi eru hjartanlega velkomnir á Zoom fund.
Má ekki bjóða þér tíu?

 

Slóðin á fundinn er hér