fbpx

Tilfinningateygjur og slökun á aðventunni

Event details

  • Fimmtudagur | 10. desember 2020
  • 20:00

Hvernig leggst aðventan í þig?

Verður jólaundirbúningurinn með öðru sniði þetta árið?

Herdís Pálmadóttir, þerapisti og yogaleiðbeinandi, leiðir okkur í gegnum léttar yogateygjur og slökun þar sem áherslan er að vera til staðar í sjálfri/sjálfum þér. Við munum standa og teygja úr okkur og sitja á stólum og slaka á.
Hér hefur þú tækifæri til að taka á móti tilfinningum þínum með kærleika og umhyggju.
Sr. Inga Harðardóttir mun leiða okkur í bæn undir lokin.

Herdís Pálmadóttir er þerapisti í tilfinningagreind (Eq-terapi) og yogaleiðbeinandi.

Viðburðurinn fer fram á zoom og má smella hér til að tengjast fundinum en slóðin verður líka send í tölvupósti á skráða þátttakendur.
Hlökkum til að sjá ykkur og slaka á með ykkur inn í aðventu og jólaundirbúninginn.
Skráning fer fram með að senda póst á inga@kirkjan.no.