fbpx

Handavinnukvöld á Zoom

Event details

  • Mánudagur | 23. nóvember 2020
  • 20:30
Taktu fram prjónana, heklunálina eða annað handverk og vertu með okkur í notalegri stemningu í gegnum skjáinn hvar sem þú ert búsett/búsettur á landinu.
Mánudagskvöldið 23.nóvember ætlar Guðrún Bjarnadóttir sem rekur Hespuhúsið á Selfossi að fræða okkur um starfsemina þar ásamt því að fara yfir litun á garni og litunarsöguna.
Þá ætlar hún einnig að kynna fyrir okkur jurtalitunarpúsluspilið sitt sem kom nýlega á markað. Að sjálfsögðu verður opið fyrir spurningar á eftir.
Við erum virkilega spennt fyrir þessum Zoom fundi og vonum að þið séuð það líka.
Endilega kíkið inn á spennandi fund og fræðslu. Við setjum engar kröfur um prjónaskap eða aðra handavinnu á fundinum, það eru allir velkomnir.
Hlökkum til að skjá ykkur á Zoom.