fbpx

Sorgin og jólin

Event details

  • Mánudagur | 30. nóvember 2020
  • 20:00
Jólin eru tími minninga og tengsla en aðventan og jólin geta verið erfiður tími fyrir þau sem syrgja og hafa misst. Sr. Lena Rós Matthíasdóttir, sóknarprestur Haug kirkju í Ringerike, fjallar um sorg í aðdraganda jólanna og leiðir samtal að fyrirlestrinum loknum.
Í erindi Lenu Rósar fjallar hún almennt um sorg og sorgarviðbrögð og þann sérstaka tíma sem jól í sorg getur verið. Hvers getur maður vænst? Hugmyndir til undirbúnings fyrir gleðidaga með harm í hjarta. Nýja árið og hvað svo?
Við hvetjum ykkur til að taka frá tíma til að styrkja ykkur og hlúa að hjartanu.
Fyrirlesturinn og samtalið fer fram á Zoom og slóðin á fundinn er hér en verður líka send í tölvupósti á skráða þátttakendur. Ekki hika við að hafa samband ef þið viljið aðstoð við að tengjast Zoom fundi.
Skráning fer fram með því að senda póst á inga@kirkjan.no .
———
Um sr Lenu Rós Matthíasdóttur:
Cand.Theol 2002;
Prestur í Grafarvogssókn 2004;
Stofnaði Birtu Landssamtök 2008 (samtök fyrir foreldra sem missa börn/ungmenni fyrirvaralaust); Diploma í sálgæslu og áfallafræðum 2012; Sóknarprestur í Haug sókn, Hønefoss 2013; Framhaldsnám í sálgæslu 2018. Hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða um sorg og sorgarviðbrögð, áföll og meðferðarúrræði við þeim. Hefur leitt ótal marga sjálfshjálparhópa og þjálfað leiðbeinendur til að leiða slíka hópa.