Aðventufjör og fjölskyldusamvera í Sandar Menighet – Sandefjord

Verið hjartanlega velkomin í fjölskylduguðþjónustu og aðventufjör með Margréti, Grétari og Sigrúnu þann 19.nóvember kl 14:00 í Sandar Menighet. Sigrún Yrja hjá Leikvitund.is setur upp töfrandi aðventuföndur og skapandi leiki fyrir börn og fullorðna. Áherslurnar í fjölskylduguðþjónustunni eru um fyrirgefningu og frið.   Pálínuboð á eftir. Við hvetjum alla sem...

Continue reading

AÐVENTUHÁTÍÐ 2023 – Ris kirkja í Osló

AÐVENTUHÁTÍÐ 2023   Íslenska kirkjan í Noregi býður ykkur hjartanlega velkomin í hlýja hátíðarstemmningu í Ris kirkju í Osló þann 26. nóvember kl 16:00. Aðventuhátíðin er einn af hápunktum ársins í starfi Íslensku kirkjunnar í Noregi og þar er íslenskum jólahefðum haldið hátt á lofti. Dagskráin er fjölbreytt að vanda,...

Continue reading

Gæðastundir í Ólafíustofu – ferðasaga frá Namibíu

Ævintýralegur fyrirlestur um Namibíu verður í Gæðastundum í nóvember. Birna Hauksdóttir bjó með fjölskyldu sinni í Namibíu í mörg ár, ferðaðist mikið um þar og nágrannalöndin og endaði Namibíu dvölina með að keyra í gegnum Afríku til Evrópu, 8 mánaða ferðalag. Hún heillaðist af Namibíu og sunnanverðri Afríku og finnst...

Continue reading

Opið hús í Ólafíustofu

Opið hús í Ólafíustofu. Haustið er mætt og við ætlum búa til skemmtilega stemningu í  Ólafíustofu þann 19.október með fjölbreyttum viðburðum yfir daginn.   Húsið opnar kl 11:00 með Krílakaffi þar sem boðið verður upp á léttar veitingar og tónlistarundrun fyrir litlu krílin.  Kl.12 verður barnabókasafnið okkar  formlega opnað með...

Continue reading

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli á Allra heilagra messu

Falleg tónlist, kveikt á kertum, fyrirbænir og góðar minningar, hlýtt og vinalegt samfélag, súpa og nýbakað brauð, sunnudagaskóli og skapandi efniviður… eitthvað á þessa leið verður samveran á sunnudaginn sem við vitum að verður nærandi og styrkjandi í haustinu. Á Allra heilagra messu komum við saman og minnumst þeirra sem...

Continue reading

Gæðastund í Ólafíustofu – Osló

Það verður Gæðastund í Ólafíustofu fimmtudaginn 12. október frá kl. 12. Gæðastund er hugguleg stund þar sem fólk á öllum aldri hittist og á notalega stund saman. Fólk sem á það sameiginlegt að eiga lausa stund á daginn, hvort sem það er vegna vaktavinnu, veikindaleyfis, er hætt að vinna, er...

Continue reading