Fermingarnámskeið í Åh Stiftsgård í Svíþjóð
Fermingarnámskeiðin fara fram með íslenskum fermingarbörnum frá Danmörku og Svíþjóð. Farið er til Åh stiftsgård í Svíþjóð og er helgardagskráin full af leikjum, fræðslu og frjálsum tíma. Íslenska kirkjan stendur straum af öllum ferðakostnaði fermingarbarnanna á fermingarnámskeiðin.