Aðventuhátíð

AÐVENTUHÁTÍÐ 2021 Íslenska kirkjan í Noregi býður ykkur hjartanlega velkomin í hlýja hátíðarstemmningu í Sænsku Margareta kirkjunni í Osló þann 28. nóvember kl 15:00. Aðventuhátíðin er einn af hápunktum ársins í starfi Íslensku kirkjunnar í Noregi. Þar er íslenskum jólahefðum gert hátt undir höfði. Dagskráin er fjölbreytt með ljúfri og...

Continue reading

Fauré Requiem – Tónleikar með Laffí Vokalensemble

Söngflokkurinn Laffi heldur tónleika með strengjasveit, orgeli, íslenskum barnakór og barítón einsöngvaranum Carl-Christian Kure, laugardaginn 23. október næstkomandi. Efnisskráin er glæsileg og inniheldur íslenskar kórperlur og dásamlega sálumessu eftir Gabriel Fauré. Sálumessur eru oft fluttar á þessum tíma árs, eða í kringum allraheilagra messu. Sálumessa þessi var samin árið 1890...

Continue reading

Ólafíumessa í Sænsku Margareta kirkjunni í Ósló

Í úrhellisrigningu er gott að koma í kirkjuna, eiga friðsælt samfélag undir háum hvelfingunum og hlýða á ljúfa tóna og uppbyggileg orð. Guðsþjónusta fer fram sunnudaginn 24. október kl. 15 í Sænsku Margareta kirkjunni í Osló þar sem sr Inga Harðardóttir leiðir stundina og þjónar fyrir altari og Guðbjörg Magnúsdóttir...

Continue reading

BETRI Í DAG EN Í GÆR – fyrirlestur Beggi Ólafs

Betri í dag en í gær – fyrirlestur með Begga Ólafs. Í fyrirlestrinum lýsir Beggi á bæði gagnreyndan og fallegan hátt hvernig einstaklingar geti axlað ábyrgð á eigin lífi og farið skref fyrir skref í gegnum þá vinnu sem þarf að leggja á sig til að ná markmiðunum sínum. Með...

Continue reading

Hæglætisganga á Sognsvann

Hæglætisganga á Sognsvann Við hittumst hjá sjoppunni við hliðið á Sognsvann kl 18:00 þann 12. október og göngum saman einn til tvo hringi í kringum vatnið. Göngum á rólega göngutempói í anda hæglætis og náum okkur í góða hreyfingu fyrir svefninn. Verið hjartanlega velkomin/n.

Continue reading