Sumarveisla í prestbústaðnum í Osló fyrir Krílakaffi og Gæðastundir

Sameiginlega sumarhátíð fyrir Gæðastundir og Krílakaffi verður fimmtudaginn 16.júní í prestbústaðnum í Osló.   Við hittumst kl. 11 í Mortensrud kirkju og fáum leiðsögn um kirkjuna. Að því loknu förum við í sumarveislu í prestbústaðnum að Gamle Bygdevei 197.   Þið megið gjarnan tilkynna komu ykkar með því að senda...

Continue reading

Hátíðarmessa og 17.júní hátíðarhöld í Þrándheimi

Þann 18. júní höldum við upp á þjóðhátíðardaginn okkar góða. Hátíðarhöldin hefjast með ljúfri guðsþjónustu kl 14 í Bakke kirkju þar sem Kór Kjartans leiðir söng og syngur undir stjórn Hilmars Þórðarsonar, og Benjamín Gísli Einarsson leikur á píanó. Sr Inga Harðardóttir leiðir stundina. Eftir guðsþjónustuna verður kaffihlaðborð og ýmislegt...

Continue reading

Hátíðarmessa og 17. júní hátíðarhöld Í Ósló

Íslenska kirkjan í Noregi og Íslendingafélagið í Osló bjóða ykkur velkomin á hátíðarhöld sem hefjast kl 14:00 með messu í Nordberg kirkju. Kl. 14.45, eftir messu, fer lúðrasveitin í skrúðgöngu um hverfið. Hátíðarstemning verður svo á planinu fyrir utan til kl 17:00 Fjallkonan, hátíðarræður, kórsöngur, trúbador, andlitsmálning, hoppukastali, söngur og...

Continue reading

Vorhátíð í Sandefjord – Knattholmen leirsted

Verið hjartanlega velkomin í fjölskyldu guðsþjónustu með Margréti Ólöfu Magnúsdóttir djákna. Á þessu sinni höldum við vorhátíðina okkar 22.maí á Knattholmen leirsted. Loksins gefst okkur tækifæri til þess að koma saman aftur á þessum dásamlega stað. Við byrjum kl. 13 í kapellunni á fjölskyldusamveru. Svo verður grillað og við fáum...

Continue reading

Fjölskyldusamvera í Hellmyr kirkju í Kristiansand

Fjölskylduguðþjónusta í boði Íslensku kirkjunnar í Noregi. Verið hjartanlega velkomin í fjölskyldu guðsþjónustu með Margréti Ólöfu Magnúsdóttir djákna. Í boði verður söngur og gleði, gaman og alvara. Frábær stund til að hitta aðra og rækta tengslin við samlanda okkar. Verið öll hjartanlega velkomin

Continue reading