Fermingarnámskeið í Åh Stiftsgård í Svíþjóð

Fermingarnámskeiðin fara fram með íslenskum fermingarbörnum frá Danmörku og Svíþjóð. Farið er til Åh stiftsgård í Svíþjóð og er helgardagskráin full af leikjum, fræðslu og frjálsum tíma. Íslenska kirkjan stendur straum af öllum ferðakostnaði fermingarbarnanna á fermingarnámskeiðin.    

Continue reading

Handavinnuhittingur í Ólafíustofu

Taktu fram prjónana, heklunálina eða annað handverk, nú eða bara kjaftavaðalinn og vertu með okkur í notalegri stemningu í Ólafíustofu. Verið öll hjartanlega velkomin og ekki hika við að mæta þó þið hafið ekki mætt áður. Við tökum vel á móti þér  Húsið opnar kl 18.00. Léttar veitingar í boði....

Continue reading

Minningartónleikar um Guðbjörgu Magnúsdóttur – fjáröflunartónleikar fyrir Ólafíusjóð

Við heiðrum Guðbjörgu Magnúsdóttur tónlistarkonu með glæsilegum minningartónleikum í Bøler kirkju í Osló þann 20. október næstkomandi. Guðbjörg sat nokkur ár í stjórn Ólafíusjóðs og var sjóðurinn henni afar hugleikinn. Hún lagði sitt af mörkum til þess að safna fjármagni fyrir styrktarsjóðinn, fyrir nauðstadda Íslendinga í Noregi. Guðbjörg féll frá...

Continue reading

Hausthátíð í Sandar menighet – Sandefjord

Hausthátíð í Sandefjord. Verið hjartanlega velkomin á hausthátíð í Sandefjord 29. september, kl. 14 í Sandar Menighet Þegar laufin eru farin að falla til jarðar og hitastigið úti fer kólnandi. Er notalegt að búa til huggulegar haustminningar saman. Í boði verður söngur og gleði, notalegt spjall og gott samfélag. Messukaffi...

Continue reading

Litla Laffí – barnakóræfing

Barnakórinn Litla Laffí er sennilega krúttlegasti kór landsins! Allavega dásamlegasti íslenski barnakórinn í Noregi Æfingar kórsins hefjast næstkomandi sunnudag og þitt barn/ungmenni er hjartanlega velkomið. Engar kröfur eru gerðar til þess að vera með. Söngur er frábær leið til að iðka íslenska tungu og í kórnum verða til dýrmæt íslensk...

Continue reading

Haustferð Gæðastunda

Þá er komið að dásamlegu haustferðinni okkar í Gæðastundum. Í ár ætlum við að skoða Hadeland glassverk og Kistefos. Dagskrá dagsins lítur svona út: Hittumst í Ólafíustofu kl 9:15. Rútan fer kl 9:30 frá Ólafíustofu. Við hittum leiðsögumanninn okkar kl 11:00 í Hadeland þar sem hann kynnir okkur fyrir töfrum...

Continue reading