Kvennaganga að Fuglemyrhytte 17.sept

Við þökkum öllum þeim frábæru konum sem komu með okkur í fyrstu gönguferð safnaðarins að Fuglemyrhytta. Brosandi andlit, hauststeming og ljúfir tónar Jónínu gerðu þessa kvöldstund töfrum líkast. Hlökkum til að sjá ykkar allar við fyrsta tækifæri aftur.

Continue reading

Íslensku söfnuðurinn poppar upp í Tromsø um helgina

Íslensku söfnuðurinn kynnir dagskrá í Tromsø helgina 19.-20. september. Námskeið á laugardaginn – kynning á ljósmyndun og grafískri hönnun. Kennarar Pálína Ósk Hraundal og Berglind Gunnarsdóttir. Skráning á námskeiðið fer fram á kirkjan@kirkjan.no Útilífsdagur og fjölskyldusamvera á sunnudeginum kl 12:00Kveikjum bál, örstutt helgistund, föndur og leikir! PopUp Prestur – Viltu...

Continue reading

Ný heimasíða

Loksins lítur dagsins ljós ný heimasíða Íslenska safnaðarins í Noregi. Það hefur lengi staðið til að gera nýja heimasíðu þar sem sú gamla var bæði orðin úrelt og ekki lengur örugg, sem kom vel í ljós þegar hún hrundi í vetur sem leið. Bráðabirgða síðu var hent upp í flýti...

Continue reading

Fyrsti ungmennahittingur haustsins

Ungmennin á Oslóarsvæðinu hittust á föstudaginn, þetta var fyrsti hittingur haustsins og þau gæddu sér á pizzu og fóru í leiki. Margir voru að koma í fyrsta skiptið, þannig að nafnaleikir og hópeflisleikir voru vinsælir. Þau nýttu líka góða veðrið og spiluðu kubb í garðinum við Ólafíustofu. Næsti hittingur í...

Continue reading