Loksins lítur dagsins ljós ný heimasíða Íslenska safnaðarins í Noregi. Það hefur lengi staðið til að gera nýja heimasíðu þar sem sú gamla var bæði orðin úrelt og ekki lengur örugg, sem kom vel í ljós þegar hún hrundi í vetur sem leið. Bráðabirgða síðu var hent upp í flýti til að sinna því nauðsynlegasta en ljóst var að ekki var hægt að bíða mikið lengur með endurnýjun.
Mikil vinna hefur verið lögð í nýju síðuna hvað varðar efni og innihald og flest allir textar hafa verið endurskrifaðir og uppfærðir. Von er á meira efni inn á síðuna eftir því sem fram líða stundir og einnig er það okkar stefna að halda síðunni lifandi og að efla sérstaklega þann þátt að deila myndum og fréttum af starfinu en að birta greinar, viðtöl og annað afþreyingarefni.
Við vonum að þið hafið ánægju af því að heimsækja heimasíðuna okkar og verið velkomin.