Jóladagatal 22.desember

Í glugga 22 er Jónína G. Aradóttir tónlistarkona sem syngur eins og engill á jólatónleikum safnaðarins.   Jónína er uppalin frá Hofi í Öræfasveit og sækir oft innblástur fyrir verk sín suður undir jökul en hún semur texta og tónlist sjálf. Jónína vann trúbadorkeppni á Rás 2 árið 2003 og...

Continue reading

Jóladagatal 21.desember

Í glugga 21 er Gróa Hreinsdóttir organisti, kórstjóri og rútubílstjóri. Gróa er ein af þríeykinu sem spilar á jólatónleikum safnaðarins sem fara í loftið 27.desember og spilar þar af sinni einstöku snilld á flygill Gróa Hreinsdóttir er menntaður pí­anó­kenn­ari frá Tónlistarskóla Reykjavíkur og hef­ur starfað við tónlist allt sitt líf....

Continue reading

Jóladagatal 20.desember

Í glugga 20 er uppskrift að hnoðaðri brúnni lagtertu, þessi er krydduð og kósý á jólunum. Það eiga líklega margir uppskrift að slíkri tertu og uppskriftirnar oft gengið á milli manna í gegnum tíðina. Þessi kemur einmitt úr vel notaðri uppskriftarbók og þó að hún hafi tekið breytingum eins og...

Continue reading

Jóladagatal 19.desember

Gluggi 19 og Pálína menningarfulltrúi safnaðarins deilir með okkur uppskrift að yndislegu jólaepli á báli. Hjarta Bálínu brennur fyrir útiveru fyrir alla og hún töfrar fram einfalda en spennandi rétti á báli sem allir geta gert. Í vinnunni stendur Pálína fyrir mörgum spennandi viðburðum og hún hefur einstakt lag á...

Continue reading

Jóladagatal 18.desember

Gluggi 18 og við fáum ljúfa jólakveðju frá tónlistarfólkinu Gróu Hreinsdóttur og Hjörleifi Valssyni sem söfnuðurinn hefur undanfarin ár notið góðs af samstarfi við. Þau flytja hér lagið Hin fyrstu jól eftir Ingibjörgu Þorbergs. Lagið samdi hún árið 1954 við texta Kristjáns frá Djúpalæk eftir beiðni frá Tage Ammendrup, sem...

Continue reading

Jóladagatal 17.desember

Gluggi 17 og Berglind skrifstofustjóri og dóttir hennar Þóranna leika af föndurfingrum fram þennan fallega krans. Berglind sér um að allt gangi vel og hispurslaust fyrir sig á hverjum degi í Ólafíustofu. Hún tekur, á sinn hógværa hátt, vel á móti fólki með rjúkandi heitu kaffi og blíðu fasi fyrir...

Continue reading