Í glugga 22 er Jónína G. Aradóttir tónlistarkona sem syngur eins og engill á jólatónleikum safnaðarins.
Jónína er uppalin frá Hofi í Öræfasveit og sækir oft innblástur fyrir verk sín suður undir jökul en hún semur texta og tónlist sjálf.
Jónína vann trúbadorkeppni á Rás 2 árið 2003 og eftir það fór hún í tónlistarnám, fyrst til Danmerkur í Den Rythmiske Hojskole og svo í 3ja ára nám við Musician Institute í Los Angeles.
Hún hefur gefið út 2 plötur með eigin efni og vinnur nú að nýju efni.