Þessi kemur einmitt úr vel notaðri uppskriftarbók og þó að hún hafi tekið breytingum eins og verða vill á þá er gaman að eiga þá handrituðu með svona ruski og kuski eins og oft fylgir þessum uppskriftarbókum. En hér kemur ein útgáfa af þeirri brúnu og svo er bara að finna sína sérvisku.
Þurrefnum er blandað saman og svo er smjöri og eggjum bætt út í smátt og smátt og hnoðað þar til samfellt.
Smjörkrem
Setjið smjör, flórsykur, egg og vanilludropa í hrærivélaskálina og þeytið saman á miðlungshraða í 10 mínútur. Bætið þá rjómanum út í og þeytið áfram í 2 mínútur.