Jólahátíð í Sandefjord

Íslenska kirkjan í Noregi í samstarfi við Íslendingafélagið í Sandefjord, býður alla velkomna á Jólahátíð sunnudaginn 01. desember í Sandar menighet í Sandefjord. Dagurinn verður hlýr og hátíðlegur með mikilli tónlist, jólalestrum og söngvum, og jólaballi. Jólahátíðin hefst kl. 14 með aðgengilegri og ljúfri jólaguðsþjónustu fyrir alla fjölskylduna í Sandar...

Continue reading

Jólahátíð í Kristiansand

Íslenska kirkjan í Noregi í samstarfi við Íslendingafélagið í suður Noregi, býður alla velkomna á Jólahátíð laugardaginn 30.nóvember í Hellemyr kirkju í Kristiansand. Dagurinn verður hlýr og hátíðlegur með mikilli tónlist, jólalestrum og söngvum, og jólaballi. Jólahátíðin hefst kl. 13 með aðgengilegri og ljúfri jólaguðsþjónustu fyrir alla fjölskylduna, og að...

Continue reading

Aðventuhátíðin 2024 í Böler kirkju

AÐVENTUHÁTÍÐ 2024Íslenska kirkjan í Noregi býður ykkur hjartanlega velkomin í hlýja hátíðarstemmningu í Bøler kirkju í Osló þann 24. nóvember kl 15:00.Aðventuhátíðin er einn af hápunktum ársins í starfi Íslensku kirkjunnar í Noregi og er dagskráin er fjölbreytt að vanda, ljúf og hátíðleg jólatónlist, skapandi listasmiðja í jólaanda fyrir börnin,...

Continue reading

Fermingarnámskeið í Åh Stiftsgård í Svíþjóð

Fermingarnámskeiðin fara fram með íslenskum fermingarbörnum frá Danmörku og Svíþjóð. Farið er til Åh stiftsgård í Svíþjóð og er helgardagskráin full af leikjum, fræðslu og frjálsum tíma. Íslenska kirkjan stendur straum af öllum ferðakostnaði fermingarbarnanna á fermingarnámskeiðin.    

Continue reading

Handavinnuhittingur í Ólafíustofu

Taktu fram prjónana, heklunálina eða annað handverk, nú eða bara kjaftavaðalinn og vertu með okkur í notalegri stemningu í Ólafíustofu. Verið öll hjartanlega velkomin og ekki hika við að mæta þó þið hafið ekki mætt áður. Við tökum vel á móti þér  Húsið opnar kl 18.00. Léttar veitingar í boði....

Continue reading

Minningartónleikar um Guðbjörgu Magnúsdóttur – fjáröflunartónleikar fyrir Ólafíusjóð

Við heiðrum Guðbjörgu Magnúsdóttur tónlistarkonu með glæsilegum minningartónleikum í Bøler kirkju í Osló þann 20. október næstkomandi. Guðbjörg sat nokkur ár í stjórn Ólafíusjóðs og var sjóðurinn henni afar hugleikinn. Hún lagði sitt af mörkum til þess að safna fjármagni fyrir styrktarsjóðinn, fyrir nauðstadda Íslendinga í Noregi. Guðbjörg féll frá...

Continue reading