fbpx

Aðventuhátíðin 2024 í Böler kirkju

Event details

  • Sunnudagur | 24. nóvember 2024
  • 15:00
AÐVENTUHÁTÍÐ 2024
Íslenska kirkjan í Noregi býður ykkur hjartanlega velkomin í hlýja hátíðarstemmningu í Bøler kirkju í Osló þann 24. nóvember kl 15:00.
Aðventuhátíðin er einn af hápunktum ársins í starfi Íslensku kirkjunnar í Noregi og er dagskráin er fjölbreytt að vanda, ljúf og hátíðleg jólatónlist, skapandi listasmiðja í jólaanda fyrir börnin, góðar hugleiðingar og jólastemning.
Við kynnum með stolti góðan gest frá Íslandi en í ár kemur tónlistarparið Ragnheiður Gröndal stórsöngkona og Guðmundur Svövuson Pétursson frá Íslandi og mun flytja fyrir okkur nokkur vel valin lög og syngja okkur inn í aðventuna.
Að lokinni dagskrá mun Íslendingafélagið í Osló sjá um hátíðarkaffi í safnaðarheimili Bøler kirkju og þar er nú ekki verið að sletta rjómanum í þakið. Rjúkandi kaffi og notalegt spjall við náungann.
Hátíðarkaffið er Pálínuboð og hvetjum við ykkur til að grípa eitthvað gómsætt með á borðið.
Hlý og kærleiksrík aðventustemning fyrir alla.
Við hlökkum til að sjá ykkur öll!
Fram koma:
Ragnheiður Gröndal og Guðmundur Svövuson Pétursson
Barnakórinn Litla Laffí undir stjórn Rebekku Ingibjartsdóttur
Ískórinn undir stjórn Ketil Grøtting, sem einnig leikur á orgel
Söngflokkurinn Laffí undir stjórn Rebekku Ingibjartsdóttur.
Sr Inga Harðardóttir, prestur Íslensku kirkjunnar í Noregi