Event details
- Sunnudagur | 20. október 2024
- 17:00
- Bøler kirkja, General Ruges vei 51, Oslo
Við heiðrum Guðbjörgu Magnúsdóttur tónlistarkonu með glæsilegum minningartónleikum í Bøler kirkju í Osló þann 20. október næstkomandi.
Guðbjörg sat nokkur ár í stjórn Ólafíusjóðs og var sjóðurinn henni afar hugleikinn. Hún lagði sitt af mörkum til þess að safna fjármagni fyrir styrktarsjóðinn, fyrir nauðstadda Íslendinga í Noregi.
Guðbjörg féll frá í september 2023 eftir stutta baráttu við krabbamein.
Á tónleikunum koma fram Guðrún Árný Karlsdóttir, Jónína Aradóttir, Inga Þyri Þórðardóttir, Guro Høimyr og dætur Guðbjargar þær Birta Kristjánsdóttir, Sigrún Lilja Kristjánsdóttir og Bryndís Kristjánsdóttir. Allir sem fram koma gefa vinnu sína við tónleikana.
Tónleikarnir hefjast kl. 17. og á eftir verður fjáröflunarkaffi í safnaðarheimilinu með uppboði, barnaloppu og fleiri skemmtilegum uppákomum þar sem öll framlög renna beint í Ólafíusjóð.
Íslendingafélagið í Ósló sér um hátíðarkaffi eftir tónleikana.
Minningartónleikarnir verða haldnir í ár í stað Ólafíuhátíðar en sannarlega í anda Ólafíu Jóhannsdóttir.
Miðaverð: Frjáls framlög
Hlökkum til að sjá ykkur.