Jóladagatal 8.desember
Ingvar Ingólfsson, gjaldkeri safnaðarins, jólabarn og félagsvera með meiru segir okkur frá jólahaldi meðal Íslendinga í Sandefjord
Ingvar Ingólfsson, gjaldkeri safnaðarins, jólabarn og félagsvera með meiru segir okkur frá jólahaldi meðal Íslendinga í Sandefjord
Gluggi 7 inniheldur jólakveðjur og tóndæmi frá Þrándheimi. Þar er starfandi kór fyrir Íslendinga sem heitir því skemmtilega nafni Kór Kjartans. Stjórnandi kórsins er Hilmar Þórðarson.
Í glugga 6 leynist ljúffengt hjarta fyrir litlu vini okkar, smáfuglana. Skemmtilegt verkefni fyrir börn og fullorðna.
Gluggi 5 og toppurinn sjálfur deilir með okkur sinni uppáhalds jólasögu. Jónína Margrét Arnórsdóttir tók við formennsku árið 2019 og stýrir skútunni í stjórsjó og stillu af stöðugleika og með skvettu af svörtu te og skemmtilegum sokkum. hér er tengill á Verkstæði jólasveinanna á Spotify https://open.spotify.com/album/19ocFJDYwwX3lSnhTEu6O2
Gluggi 4 og þá er það ritari safnaðarins, Björn Hallbeck sem ætlar að deila með okkur ljúffengri jólasósu, sjálfri Ribbe sósunni. Við verðum líklega ekki svikin af þessari enda Björn mikill sælkeri. Björn hefur setið í stjórn síðan 2017 og var áður formaður stjórnar. Hann er einnig ábyrgðarmaður húseigna og...
Þriðji gluggi inniheldur einnig sýnishorn af mannauði Íslenska safnaðarins og nú er komið að Kötlu Sveinbjörnsdóttur varaformanni safnaðarins. Lakkrístoppar virðast hafa fest sig rækilega í sessi sem fastur liður í jólabakstri íslendinga, ef marka má umræðuna á Facebook hópnum Íslendingar í Noregi, en þar hefur mikið borið á spurningum um...