Þriðji gluggi inniheldur einnig sýnishorn af mannauði Íslenska safnaðarins og nú er komið að Kötlu Sveinbjörnsdóttur varaformanni safnaðarins. Lakkrístoppar virðast hafa fest sig rækilega í sessi sem fastur liður í jólabakstri íslendinga, ef marka má umræðuna á Facebook hópnum Íslendingar í Noregi, en þar hefur mikið borið á spurningum um hvað sé hægt að nota í staðinn fyrir lakkrískurlið góða frá Íslandi sem ekki hefur verið svo auðvelt að nálgast undanfarið. Katla er enginn nýgræðingur í smákökubakstri og það er alltaf gott að leita til hennar til að fá ráð í hinum ýmsu málaflokkum. Við báðum hana um að senda okkur sína ,,norsku“ útgáfu af Lakkrístoppum og hér kemur hún. Njótið vel!