Handavinnukvöld- Lærum Baldýringu saman.

Á fimmtudaginn þann 25.september er handavinnuhittingur í Ólafíustofu sem hefst kl 18:00. Við erum samt á staðnum frá kl 17:00 ef þið viljið koma beint eftir vinnu. Að þessu sinni er hópur sem ætlar að skoða betur baldýringu sem er útsaumsaðferð fyrir t.d. þjóðbúninginn okkar. Þannig ef þú hefur áhuga...

Continue reading

Innsetningarmessa sr.Lilju Kristínar

Innsetningarmessa sr. Lilju Kristínar Þorsteinsd. Hjartans þakkir fyrir frábæra samveru í dag. Hugljúf og hátíðleg stund í sænsku kirkjunni í Osló þegar Lilja var tekin formlega inn í embætti Íslensku kirkjunnar í Noregi. Sr. Bryndís Malla prófastur var komin frá Íslandi til þess að setja sr. Lilju í embættið og...

Continue reading

Krílakaffi – Frábær mæting!

Þátttökumet í krílakaffi og við fögnum því Við erum alltaf svo ánægð þegar Ólafíustofa iðar af lífi og fjöri. Í krílakaffi ágúst mánaðar voru 29 einstaklingar á öllum aldri sem tóku þátt í stundinni með okkur. Takk fyrir frábæra samveru og hjartans þakkir fyrir að búa til öflugt íslenskt samfélag...

Continue reading

Barnatónleikar með Stundaróm

Kammerhópurinn Stundarómur hélt tónleikanana ,,Tröllkonan og töfraeyjan” í Bøler kirkjunni þann 17. ágúst. Hópurinn samanstendur af Ólínu Ákadóttur (píanó), Hafrúnu Birnu Björnsdóttur (víóla), Steinunni Maríu Þormar (selló og söngur), Daniel Haugen (euphonium og tónskáld) og Ester Aasland (klarinett og tónskáld). Tónleikarnir byggja á frumsamdri sögu sem leggur áherslu á samvinnu...

Continue reading

Innsetningarmessa þann 31.ágúst

Nýr sóknarprestur settur í embætti. Sunnudaginn 31.ágúst verður Innsetningar Guðsþjónusta kl. 11:00 í Sænsku kirkjunni. Við hátíðlega athöfn verður sr. Lilja Kristín Þorsteinsdóttir formlega sett inn í embætti sóknarprests Íslensku kirkjunnar í Noregi af prófasti sr.Bryndísi Möllu Elídóttur. Prófastur mun ásamt sr.Lilju Kristínu þjóna fyrir altari og lesa upp erindisbréf...

Continue reading

Tröllkonan og töfraeyjan – Fjölskyldutónleikar

Þann 17.ágúst verður dásamleg dagskrá hjá okkur í Bøler kirkju.  Dagskráin byrjar á fjölskyldutónleikum með Stundaróm. Eftir tónleikana verður opin æfing hjá barnakórnum Litla Laffí, föndur og tónlistarsmiðja og heitur grautur fyrir alla.  Kammerhópurinn Stundarómur heldur tónleikana ,,Tröllkonan og töfraeyjan” í Bøler kirkjunni þann 17. ágúst 2025. Hópurinn samanstendur af...

Continue reading