Ungmennastarfið komið á fullt

Ungmennastarfið komið á fullt Ungmennastarfið er komið af stað bæði í Osló og í Sandefjord. Þessi fyrirmyndarflokkur hittist í Ólafíustofu eftir sumarfríið, alsæl að geta loksins verið saman, spilað, spjallað og gætt sér á pizzu. Þau eru að eigin sögn mjög opinn hópur og taka vel á móti nýjum krökkum...

Continue reading

Miðvikudagsbænir vika 37

  Minn Guð, blessa allt okkar brauð. Gef þú öllum þeim sem hungrar brauð þitt, en hungur réttlætis þeim sem nóg eiga brauð. Minn Guð, blessa allt okkar brauð. Argentínsk borðbæn, íslensk þýðing Kristján Valur Ingólfsson  

Continue reading

Miðvikudagsbænir vika 36

Blessa mér Ó, Guð, þá jörð er ég geng á. Blessa mér Ó, Guð, þann veg sem ég feta. Blessa mér Ó, Guð, það fólk sem ég mæti. Í dag, í kvöld og á morgun. Amen. -Úr blessunarbókinni.

Continue reading

Dagskráin í september

Viðburðadagskrá fyrir september er eftirfarandi: 2. sept     Handavinnukvöld á zoom kl. 20.30 3. sept     Morgunkaffi á zoom kl. 10.00 4.sept     Ferming í Sandefjord 5.sept     Fermingarmessa í Osló í Sænsku kirkjunni kl. 15.00 9.sept     Gæðastund í Ólafíustofu kl. 12-14 9.sept     Kvennaganga að Fuglemyrhytte kl 18...

Continue reading

Sunnudagsgleði á Sognsvann

Það er ekki á hverjum degi sem fjölskyldur taka með sér sundföt í Sunnudagsskólann en það var raunin síðastliðinn sunnudag þegar hitastigið fór upp í 25 gráður um miðjan dag. Eftir mikinn söng og gleði, pokahlaup, kubb, skák, náttúruföndur og önnur gefandi verkefni gáfu margar fjölskyldur sér tíma og kældu...

Continue reading